Fara í efni

Jólatréin úr Plútóbrekku

Seltjarnarnesbær verður jólalegri með degi hverjum og láta starfsmenn bæjarins sitt ekki eftir liggja þegar kemur að því að færa birtu og yl í líf bæjarbúa.

JólatréSeltjarnarnesbær verður jólalegri með degi hverjum og láta starfsmenn bæjarins sitt ekki eftir liggja þegar kemur að því að færa birtu og yl í líf bæjarbúa. Eftir að hafa komið upp ótal fallegum jólaljósum á ljósastaurum bæjarins hófust þeir handa við að setja upp jólatré við Norðurströnd og á Hrólfskálamel.

Jólatréin koma ekki langt að því að þau eru bæði fengin innan bæjarmarkanna úr hinni vinsælu Plútóbrekku. Næsta vor stendur til að gróðursetja ný tré í stað þeirra sem nú voru tekin, en vonir manna standa til að unnt sé að viðhalda þessari hringrás í nánustu framtíð og að bærinn verði sjálfbær með sín jólatré.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?