Seltjarnarnesbær mun eins og undanfarin ár bjóða upp á þá þjónustu að hirða jólatrén, íbúum að kostnaðarlausu.
ATHUGIÐ að mjög miklu hvassviðri er spáð frá deginum í dag og næstu daga. Íbúar eru því beðnir um að tryggja að jólatré og aðrir lausamunir séu fastir og í öruggu skjóli á meðan að veðrið gengur yfir svo að þau fari ekki á ferð og valdi slysum eða tjóni.
Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar verða síðan á ferð um bæinn eftir helgina þegar veður hefur lægt skv. veðurspá til að hirða jólatrén þ.e. mánudag, þriðjudag og miðvikudag (10. -12. janúar). Þeir sem vilja nýta sér þjónustuna er því bent á að setja jólatré á áberandi stað út fyrir lóðamörk á þeim tíma og skorða þau vel eða binda þau við girðingu svo þau fjúki ekki enda mun áfram blása á Nesinu.
Þeir sem vilja losna við tré á öðrum tímum er góðfúslega bent á endurvinnslustöð Sorpu.