Fara í efni

Jólatónleikar tónlistarskólans

Mikil stemning og húsfyllir í þrígang þegar að Tónlistarskóli Seltjarnarness gat loks haldið sína árlegu jólatónleika á laugardaginn, þá fyrstu í þrjú ár.

Það var mikil stemning á jólatónleikum tónlistarskólans í Seltjarnarneskirkju á laugardaginn þegar að nemendur léku fyrir foreldra og ættingja. Þetta var í fyrsta sinn í þrjú ár sem jólatónleikarnir voru haldnir með hefðbundnu sniði. Haldnir voru þrennir tónleikar til að koma öllum að en húsfyllir var í hvert sinn. Á tónleikunum komu báðar forskóladeildirnar fram, strengjasveit, gítarsveitir, lúðrasveit ásamt því sem boðið var upp á fjölmörg einleiksatriði. Frammistaðan var frábær hjá þessu unga og upprennandi tónlistarfólki hér á Seltjarnarnesi. 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?