Nemendur úr leikskóla Seltjarnarness og Mýrarhúsaskóla heimsóttu Tónlistarskóla Seltjarnarness á dögunum og nutu tónlistarflutnings nemenda og kennara skólans.
Nemendur úr leikskóla Seltjarnarness og Mýrarhúsaskóla heimsóttu Tónlistarskóla Seltjarnarness á dögunum og nutu tónlistarflutnings nemenda og kennara skólans.
Þessar heimsóknir á aðventu eiga sér áralanga hefð og vekja ávallt gleði áheyrenda og þátttakenda. Jólalög eru leikin á nánast öll hljóðfæri sem kennt er á við skólann og koma nemendur skólans fram, ýmist einir eða með kennurum sínum.
Hverri heimsókn lýkur með því að fjölskipuð hljómsveit kennara og fyrrverandi nemenda Tónó leikur jólalag.