Fara í efni

Jafnréttisviðurkenning Seltjarnarnesbæjar.  Tilnefning 2013

Er vinnustaðurinn þinn fjölskylduvænn? Er jafnrétti kynjanna virt þar?

Jafnréttisnefnd Seltjarnarness - merkiEr vinnustaðurinn þinn fjölskylduvænn?

Er jafnrétti kynjanna virt þar?

Samkvæmt jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar mun Bæjarstjórn Seltjarnarness veita einu sinni á hverju kjörtímabili viðurkenningu til þeirrar stofnunar eða fyrirtækis í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og/eða sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki.

Send hafa verið bréf til fyrirtækja og stofnana á Seltjarnarnesi þar sem óskað er eftir tilnefningum. Bréfið er bæði sent stjórnendum og trúnaðarmönnum á vinnustöðum. Eru allir hvattir til þess að svara erindinu en frestur til þess rennur út 12. desember næst komandi.

Hafi fyrirtæki þínu ekki borist  þetta bréf frá jafnréttisnefnd þá vinsamlegast snúið ykkur til Bæjarskrifstofu Seltjarnarness sem kemur til ykkar bréfi. Sími: 595 91 00

Bréf sent fyrirtækjum og meðfylgjandi gátlisti

Jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar


Jafnréttisnefnd Seltjarnarness


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?