Fara í efni

Jafnréttisnefnd fær merki

Skemmtilegt samstarfsverkefni hefur verið í gangi milli Jafnréttisnefndar Seltjarnarness og Valhúsaskóla. Nemendum í 9. og 10. bekk gafst kostur á að búa til logo eða merki fyrir jafnréttisnefndina.

Skemmtilegt samstarfsverkefni hefur verið í gangi milli Jafnréttisnefndar Seltjarnarness og Valhúsaskóla.

Nemendum í 9. og 10. bekk gafst kostur á að búa til logo eða merki fyrir jafnréttisnefndina. Móeiður Gunnlaugsdóttir myndmenntakennari aðstoðaði þá nemendur sem vildu taka þátt og Helga Kristrún Hjálmarsdóttir lífsleiknikennari fléttaði jafnrétti inn í þema vorannar, en eitt af meginmarkmiðum jafnréttisáætlunar Seltjarnarnesbæjar er fræðsla á leik- og grunnskólastigi.

Helga K Hjálmarsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir og Hjördís ÓlafsdóttirFrábær þátttaka var meðal nemenda og bárust 64 tillögur til dómnefndar sem í voru þau Sigurgeir Sigurðsson fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, Hjördís Ólafsdóttir myndmenntakennari í Mýrarhúsaskóla, Helga Kristrún Hjálmarsdóttir kennari og Guðrún B.Vilhjálmsdóttir frá jafnréttisnefnd Seltjarnarness.

Greinilegt var að nemendur höfðu velt jafnréttismálunum í sínum víðasta skilningi mikið fyrir sér og gáfu tillögurnar glöggt merki um það.

Aron Freyr Lárusson, Anna Kristín Jendóttir og Kristjana SoëgaÞær fimm tillögur sem urðu hlutskarpastar voru frá þeim Lindu Ramdani, Snæbirni Ásgeirssyni, Önnu Kristínu Jensdóttur, Aroni Frey Lárussyni og Kristjönu Zoéga. Merki Önnu Kristínar varð svo fyrir valinu og mun verða notað sem tákn Jafnréttisnefnar Seltjarnarness.

Í greinargerð með valinu stendur meðal annars: Merkið táknar tvær manneskur á einfaldan hátt. Þær eru eins, standa keikar og stæltar á jafnsléttu, merki um að jafnræði ríki meðal þeirra. Einnig fannst dómnefndinni þær vísa til trananna sem voru einkennandi fyrir Nesið hér áður. Utan um er hringur sem afmarkar merkið, Hringur er tákn eilífðar, hann hefur hvorki upphaf né endi.

Merki fyrir Jafnréttisnefn


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?