Fara í efni

Jafnréttisáætlun endurskoðuð

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti nýverið endurskoðaða jafnréttisáætlun fyrir Seltjarnarnesbæ
Í jafnréttisáætluninni er leitast við að flétta jafnréttismálin inn í starfsemi bæjarins og líf bæjarbúa
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti nýverið endurskoðaða jafnréttisáætlun fyrir Seltjarnarnesbæ
Í jafnréttisáætluninni er leitast við að flétta jafnréttismálin inn í starfsemi bæjarins og líf bæjarbúa. 

Áætlunin nær til stjórnsýslu og starfsmannastefnu, skipan í nefndir og ráð, auglýsinga og ráðninga starfsmanna, kyngreindra upplýsinga, samspils atvinnu og fjölskyldulífs, kynbundinnar áreitni og kynferðislegrar áreitni, launajafnréttis, fræðslu og leiðsagnar, menntunar og uppeldis, jafnréttisviðurkenningar og kynningar.

Meðal nýrra atriða í þessari áætlun er að ábyrgð á öllum þáttum áætlunarinnar er skilgreind. Ábyrgðaraðilar eru tilgreindir í lok hvers verkþáttar. Nýmæli í áætluninni er upplýsingaöflun um notkun þjónustu eftir kyni en slíkar kyngreindar upplýsingar er unnt að nota m.a. við gerð fjárhagsáætlunar. Þá er gert ráð fyrir að starfshópar séu einnig skipaðir sem jafnast með tilliti til kyns.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?