Fara í efni

Íþróttamenn Seltjarnarness fyrir árið 2005 eru Eva Hannesdóttir og Kári Steinn Karlsson

Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 2.mars s. l. og var fjölmenni saman komið að því tilefni í félagsheimili Seltjarnarness. Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness hefur verið árviss viðburður síðan 1993 og er umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs (ÆSÍS), sem vill með þessu vekja athygli á gildi íþrótta, stuðla enn frekar að öflugu íþróttalífi á Seltjarnarnesi.

Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 2.mars s.l. og var fjölmenni saman komið að því tilefni í félagsheimili Seltjarnarness. Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness hefur verið árviss viðburður síðan 1993 og er umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs (ÆSÍS), sem vill með þessu vekja athygli á gildi íþrótta, stuðla enn frekar að öflugu íþróttalífi á Seltjarnarnesi og láta íþróttafólk vita að bæjarfélagið styðji við bakið á því. Aðeins þeir sem hafa búsetu eða lögheimili á Seltjarnarnesi geta fengið tilnefningu til kjörsins, óháð því hvar þeir stunda íþróttina. Alls voru það 34 einstaklingar sem voru heiðraðir að þessu sinni.

Tilnefnd til íþróttamanns Seltjarnarness fyrir árið 2005 voru: Gunnar Sigurðsson – fimleikar, Eva Hannesdóttir – sund, Ragna Karen Sigurðardótir – handknattleikur, – Garðar Guðnasonm - knattspyrna, Kári Steinn Karlsson – frjálsar íþróttir og Harpa Snædís Hauksdóttir – fimleikar. Fyrir valinu urðu Eva Hannesdóttir og Kári Steinn Karlsson.

Eva Hannesdóttir og Kári Steinn KarlssonEva Hannesdóttir og Karl Steinn Karlsson

Eva Hannesdóttir hefur verið besta sundkona KR undanfarin 5 ára og unnið til margra verðlaun á sínum glæsta ferli. Eva hefur verið i íslenska sundlandsliðinu frá 13 ára aldri og frá fyrstu tíð lagt afar hart að sér við æfingar og keppni auk þess að vera mjög góð fyrirmynd ungra íþróttmanna. Eva hefur æft sund 6 – 9 sinnum i viku á síðustu árum alls um 18 – 24 klst. í viku hverri. Reglusemi og ástundun hefur verið einkenni Evu við æfingar. Hún stundar nám við Kvennaskólann í Reykjavík og er góður námsmaður.

Eva á afar glæstan feril að baki sem ein besta sundkona Íslands hin síðari ár og hefur verið fulltrúi Íslands á mörgum alþjóðlegum sundmótum.

Eva varð Íslandsmeistari í 200 metra skriðsundi árið 2005.

Kári Steinn Karlsson var með besta árangur í 5000m hlaupi og 10.000m haupi á Íslandi á s.l. ári og annan besta í 3000m hlaupi.
Íslandsmeistari fullorðina í 5.000m, 10.000m og hálfu maraþonhlaupi.
Bætti íslandsmet unglinga í 10.000m hlaupi í flokkum 19-20 ára og 21-22 ára. Bætti íslandsmet unglinga í 2000m hlaupi í flokkum 19-20 ára og 21-22 ára. Bætti íslandsmet unglinga í hálfmaraþonhlaupi í flokki 19-20 ára

Helsti árangur hans erlendis á árinu:
a) 3. sæti á NM. unglinga í 5000m hlaupi í ágúst í Kristiansand í Noregi.
b) 3. sæti á NM unglinga 19 ára og yngri í víðavangshlaupi í nóv. í Hamina í Finnlandi
c) 10. sæti á EM. ungl. 19 ára og yngri í Kaunas í Litháen.

Kári Steinn er besti langhlauparinn á Íslandi í dag og vann öll götuhlaup sem hann tók þátt í á árinu 2005.

 

Björn JónssonBjörn Jónsson ásamt Ásgerði Halldórsdóttur formanni Æskulýðs- og íþóttaráðs.

Veitt var í fyrsta skipti viðurkenning fyrir félagsstörf og hlaut Björn Jónsson, nemandi í 10. bekk í Valhúsaskóla viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu æskulýðs- og tímstundamála.

 

 

 

 

Jónatan A Örlygsson og Ásgerður HalldórsdóttirJónatan Arnar Örlygsson ásamt Ásgerði Halldórsdóttur

 Jónatan Arnar Örlygsson hlaut afreksmannastyrk ÆSÍS fyrir árið 2005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Keppendur í landsliðum 2005

Veittar voru viðurkenningar fyrir ungt og upprennandi íþróttafólk sem t.d. hefur náð þeim áfanga að leika með unglingalandsliðum eða landsliði sinnar íþróttagreinar.

Ungt og efnilegt íþróttafólk 2005

Síðast en ekki síst voru það ungir og efnilegir sem fengu viðurkenningar og var það yngsti aldurshópurinn sem var heiðraður.

Mikið og öflugt íþróttastarf fer fram á Seltjarnarnesi sem stýrt er af stórum hópi sjálfboðaliða sem eyða ótæpilegum tíma til þess að efla íþróttamenningu bæjarins.  ÆSÍS þakkar öllu stjórnarfólki samstarfið í þeirra óeigingjarna starfi.

  

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?