Fara í efni

Íþróttamenn Seltjarnarness árið 2010

Knattspyrnumaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson og handboltakonan Íris Björk Símonardóttir voru útnefnd íþróttamenn Seltjarnarness fyrir árið 2010.

Íris Björk Símonardóttir, Sjúli Jón Friðgeirsson og Lárus B LárussonÍþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness stóð fyrir kjörinu sem fór fram í gær fimmtudaginn  24. febrúar, við hátíðlega athöfn í Félagsheimili Seltjarnarness til heiðurs efnilegu íþróttafólki í bæjarfélaginu ,að viðstöddum fjölda manna og var dagskráin með glæsilegra móti.

Fjölmargir fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í sínum greinum eða 66 talsins. En ásamt kjöri til íþróttamanns Seltjarnarness voru veittar viðurkenningar til Íslandsmeistara hjá yngri fl. Gróttu, til ungra og efnilegra íþróttamanna, viðurkenningar fyrir þá sem hafa leikið landsleiki á árinu. Veittar voru einnig viðurkenningar til félagsmálafrömuða sem hafa staðið sig vel í félagsmálum og að lokum veittir afreksstyrkir.

Tilnefndir til íþróttamanns 2010Sjö íþróttamenn voru tilnefndir til íþróttamanns Seltjarnarness  fyrir árið 2010. Um var að ræða 4 karla og 3 konur. Tilnefndir voru til kjörsins, Anna Kristín Jensdóttir – sund, Árni Benedikt Árnason – handknattleikur, Borghildur Erlingsdóttir – Kraftlyftingar, Íris Björk Símonardóttir – Handbolti, Skúli Jón Friðgeirsson – knattspyrna, Snorri Sigurðsson – frjálsar íþróttir og Sölvi Davíðsson – knattspyrna.

 Knattspyrnumaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson og handboltakonan Íris Björk Símonardóttir voru útnefnd íþróttamenn  Seltjarnarness fyrir árið 2010.

Skúli Jón Friðgeirsson knattspyrnumaður fæddur 1988,  leikmaður KR. Lék sinn fyrsta leik með mfl. KR í maí 2005, þá 17 ára gamall.  Hann hefur  átt fast sæti í byrjunarliði mfl. KR frá árinu 2007. Skúli Jón hefur verið fastamaður með U21 árs landsliðinu og spilaði að auki 3-A landsleiki á árinu 2010. Hann hefur spilað samtals 31 landsleik með öllum landsliðum Íslands og skorað í þeim 5 mörk.

Skúli Jón hefur spilað 173 leiki í deild og bikar með KR og er yngsti leikmaður KR frá upphafi til að ná að spila 150 leiki í móti með félaginu. Á síðastliðnu ári var Skúli Jón hluti að hinu sigursæla landsliði Íslands skipuð leikmönnum 21-árs og yngri sem komst alla leið í úrslitakeppni Evrópu með eftirminnilegum sigrum á landsliði Skota í umspilsleikjum eins og frægt er orðið.

Skúli Jón var fastamaður í þessu liði. Skúli Jón var með betri leikmönnum KR liðsins sem hafnaði í       4. sæti Pepsi-deildarinnar. Skúli Jón á að baki nokkra Íslands- og bikarmeistaratitla með yngri flokkum félagsins og varð bikarmeistari með mfl KR. árið 2008.

Skúli Jón er mjög metnaðarfullur bæði hvað varðar nám jafnt sem knattspyrnu.   Hann hugsar vel um sig og er til fyrirmyndar í alla staði.  Hann stundar nú nám við Viðskiptafræðideild Háskólans samhliða knattspyrnunni.

Íris Björk Símonardóttir handknattleikskona fædd 1987 er markvörður og byrjaði að æfa handknattleik 10 ára gömul með Gróttu. Upp yngri flokkana æfði Íris Björk með liði Gróttu og spilaði í nokkur ár með mfl. félagsins, meðal annars í tvígang í bikarúrslitum þegar liðið endaði í 2. sæti á Íslandsmótinu. Í yngri flokkunum Gróttu hefur  Íris Björk orðið margfaldur Íslandsmeistari í sigursælu liði Gróttu. Árið 2006 var Íris útnefnd efnilegasta handboltakona ársins á lokahófi HSÍ.

Fyrir tveimur árum síðan, þegar Gróttuliðið dró liðið úr þátttöku í íslandsmótinu, skipti Íris Björk yfir í Fram og hefur spilað lykilhlutverk með liðinu undanfarin tvö ár. Íris Björk varð bikarmeistari með liðinu í fyrra og varð í 2. sæti á Íslandsmótinu

Íris Björk hefur verið fastamaður í landsliðum Íslands undanfarin ár og lék meðal annars á Evrópumótinu sem fór fram í Danmörku og Noregi í desember. Íris Björk hefur leikið 57 landsleiki fyrir hönd Íslands og skorað í þeim 4 mörk.  Íris er metnaðarfullur leikmaður, góður liðsmaður og góð fyrirmynd.

Ungir og efnilegir íþróttamenn 2010Veittar voru viðurkenningar til ungra og efnilegra íþróttamanna fyrir góða ástundun og árangur.

Ungir og efnilegir íþróttamenn 2010:

Björn Valdimarsson – knattspyrna - Pétur Árnason – knattspyrna - Helgi Hilmarsson – knattspyrna

Helgi Hilmarsson – handknattleikur - Kristján Ingi Kristjánsson – handknattleikur

Sóley Arnarsdóttir – handknattleikur - Ingibjörg Bjarnadóttir – handknattleikur

Helga Laufey Hafsteinsdóttir – fimleikar -Tinna Bjarkar Jónsdóttir - fimleikar

Eggert Rafn Sighvatsson - golf

 

Landsliðsfólk 2010Veittar voru viðurkenningar fyrir ungt og upprennandi íþróttafólk sem hefur náð þeim áfanga að leika með unglingalandsliðum eða landsliði sinnar íþróttagreinar.

Landsliðsfólk á Seltjarnarnesi 2010:

Dominiqua Alma Belányi - fimleikar

Viggó Kristjánsson – knattspyrna

Þráinn Orri Jónsson – handknattleikur - Ásrún Lilja Birgisdóttir – handknattleikur

Alex Viktor Ragnarsson – handknattleikur - Bjarni Guðmundsson – handknattleikur

Ólafur Ægir Ólafsson – handknattleikur - Vilhjálmur Geirm Hauksson – handknattleikur

Kristján Ingi Kristjánsson – handknattleikur - Lárus Gunnarsson – handknattleikur

 

Steinn Arnar KjartanssonVeittar voru viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu æskulýðs- og tómstundamála. Einstaklingar þessir eru jákvæðar fyrirmyndir, leiðandi í félagsstarfi, búa yfir góðri samskiptatækni, miklu frumkvæði og leiðtogahæfileikum. Jafnframt eru þau góðar fyrirmyndir fyrir annað ungt fólk á Seltjarnarnesi.

Viðurkenning fyrir félagsstörf:

Æskulýðsverðlaunin hlutu að þessu sinni Steinn Arnar Kjartansson og Sólveig Ásta Einarsdóttir.

 

Íslandsmeistarar árið 2010 hjá Gróttu:

Íslandsmeistarar í 3.fl. kvk í knattspyrnu 20103. flokkur kvenna – knattspyrna

Andrea Wendel - Auður Ásta Baldursdóttir - Ásgerður Dúa Jóhannesdóttir - Birna Rún Erlendsdóttir

Eva Björk Davíðsdóttir - Hrafnhildur Arna Nielsen - Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir

Ragnhildur Kristinsdóttir - Sigrún Birna Arnarsdóttir - Sóley Arnardóttir - Stefanía Hanna Pálsdóttir

 

4. flokkur kvenna – handknattleikur – A-lið

Íslandsmeistarar í 4.fl. kvk í handbolta 2010Andrea Wendel  - Auður Ásta Baldursdóttir - Auður Karlsdóttir  - Ásgerður Dúa Jóhannesdóttir

Eva Björk Davíðsdóttir  - Jóna Reynisdóttir - Jónína Líf Gísladóttir - Lilja Björk Jónsdóttir

Lovísa Rós Jóhannsdóttir - Katinka Björnsdóttir  - Sigrún Birna Arnardóttir - Sóley Arnardóttir

Stefanía Hanna Pálsdóttir  - Vigdís Ólafsdóttir

 

4. flokkur kvenna – handknattleikur – B-lið

Berglind Jónsdóttir  - Berglind Rún Gunnarsdóttir  - Halla Margrét Bjarkadóttir

Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir  - María Haraldsdóttir  - Nína Rún Óladóttir  - Ragnhildur Björnsdóttir

Sara Linneth  - Snædís Erla Leósdóttir  - Guðný Hjaltadóttir  - Rúna Eybjörg Sigtryggsdóttir

Elín Jóna Þorsteinsdóttir   

4. flokkur karla – handknattleikur – A-lið

Íslandsmeistarar í 4.fl. karla í handbolta 2010Alex Viktor Ragnarsson  - Bjarni Guðmundsson  - Brynjólfur Sigurðsson  - Daði Laxdal Gautason

Egill Ploder Ottósson - Kristinn Rúnar Sigurðsson - Lárus Gunnarsson - Ólafur Ægir Ólafsson

Vilhjálmur Geir Hauksson - Viktor Orri Þorsteinsson


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?