Fara í efni

Íþróttamenn Seltjarnarnes árið 2009

Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness stóð fyrir kjöri á íþróttamönnum Seltjarnarness árið 2009 sem fór fram í gær þriðjudaginn 23. febrúar við hátíðlega athöfn í Félagsheimili Seltjarnarness
þróttamaður Seltjarnarness 2009 - Steinunn Helga Björgólfsdóttir, Finnur Ingi Stefánsson og Lárus B. Lárusson

Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness stóð fyrir kjörinu sem fór fram í gær þriðjudaginn 23. febrúar við hátíðlega athöfn í Félagsheimili Seltjarnarness að viðstöddum fjölda manna og var dagskráin með glæsilegra móti.

Tilnefndir voru til kjörsins, Aðalheiður Guðjónsdóttir fyrir skíði, Finnur Ingi Stefánsson fyrir handknattleik,  Guðmundur Örn Árnason fyrir golf, Pétur Már Harðarson fyrir knattspyrnu og Steinunn Helga Björgólfsdóttir fyrir blak.

Finnur Ingi er fæddur árið 1987 og hefur stundað handknattleik með Gróttu frá sex ára aldri en á þeim tíma hefur hann sýnt mikinn áhuga og vilja til þess að ná árangri.

Íþróttamaður Seltjarnarness 2009 - Steinunn Helga Björgólfsdóttir, Hörður Harðarson, Árni Guðmundsson, Finnur Ingi Stefánsson og Aðalheður GuðjónsdóttirFinnur Ingi leikur með meistaraflokki karla og einn af lykilmönnum liðsins. Þá hefur hann átt sæti í yngri landsliðum. Hann hefur leikið með flokknum sl. fjögur árin eða allt frá því að Grótta tefldi fram meistaraflokki á nýjan leik. Eins og kunnugt er náði Gróttuliðið frábærum árangri síðasta vetur og vann sæti í N1-deildinni og spilaði til úrslita í Eimskips-bikarnum. Finnur Ingi var markahæsti leikmaður 1. deildar karla síðasta keppnistímabil og völdu þjálfarar og leikmenn hann sem efnilegasta leikmann deildarinnar á hinu árlega HSÍ-hófi. Þá var hann valinn besti leikmaður meistaraflokks karla á síðustu leiktíð auk þess sem hann var útnefndur Íþróttamaður Gróttu 2008.  Finnur Ingi hefur leikið stórt hlutverk í Gróttuliðinu þetta tímabilið en sem stendur situr liðið í 5. sæti N1-deildarinnar. Liðið á að auki sæti í 4-liða úrslitum Eimskips-bikarsins. Finnur Ingi er mikil og góð fyrirmynd innan sem utan vallar, leggur afar hart að sér og æfir af miklum krafti og áhuga.

Steinunn Helga er fædd árið 1991 og hóf blak feril sinn í Neskaupsstað. Hún spilaði með yngri flokkum Þróttar í Neskaupstað og á að baki nokkra Íslandsmeistaratitla með því félagi.

Árið 2006 flutti fjölskyldan á Seltjarnarnes og hóf Steinunn Helga að æfa með blakliði HK í Kópavogi. Þar  náði hún fljótt góðum árangri og var valin besti leikmaður 3. flokks kvenna og á jafnframt nokkra titla að baki í yngri flokkum HK.

Steinunn Helga er nú á sínu síðasta ári í 2. flokki kvenna með HK en hefur spilað jafnframt með meistaraflokksliði HK undanfarin þrjú til fjögur ár. Hún var í Íslands deildar- og bikarmeistaraliði HK leiktímabilið 2008-2009, en HK vann þá alla titla sem í boði voru. Steinunn Helga er talin vera ein sú besta í stöðu frelsingja á landinu. HK er nú efst í Mikasa deildinni og er líklegt að liðið komist áfram í bikarkeppninni og spili til undanúrslita í mars.
 
Steinunn Helga á að baki fjölmarga landsleiki með unglingalandsliðum U17 og U19. Hún var í fyrsta skipti valin í A - landslið kvenna fyrir Smáþjóðaleikana á Kýpur árið 2009 og var í bronsliði Íslands í blaki kvenna en liðið fékk einnig viðurkenningu fyrir háttvísi á leikunum (Fair Play Awards) í hópíþrótt. Hún á að baki fjóra A landsleiki. Steinunn Helga er afbragðsíþróttamaður og hefur lagt afar hart að sér við æfingar og keppni auk þess að vera góð fyrirmynd ungra og upprennandi íþróttamanna.

Ásamt kjöri íþróttamanns ársins voru viðurkenningar veittar til ungra og efnilegra íþróttamanna fyrir að leggja mikið á sig, góða ástundun og árangur.

Íþróttamaður Seltjarnarness 2009 - Ungir og efnilegirEfnilegur íþróttamaður 2009

Eva Björk Davíðsdóttir – handknattleikur

Rebekka Guðmundsdóttir – handknattleikur

Pétur Rögnvaldsson – handknattleikur

Vilhjálmur Geir Hauksson – handknattleikur

Bjarki Már Ólafsson – knattspyrna

Gunnar Birgisson – knattspyrna

Oddur Karl Heiðarsson – knattspyrna

Björn Axel Guðjónsson – knattspyrna

Anita María Einarsdóttir – fimleikar

Ólöf Björk Ingólfsdóttir - fimleikar

Kolbrún Jónsdóttir – sund

Lilja Dís Pálsdóttir – sund

Guðbjörg Eva Pálsdóttir – sund

Einar Örn Jónsson - sund

Veittar voru viðurkenningar fyrir ungt og upprennandi íþróttafólk sem hefur náð þeim áfanga að leika með unglingalandsliðum eða landsliði sinnar íþróttagreinar.

Íþróttamaður Seltjarnarness 2009 - LandsliðsfólkLandsliðsfólk á Seltjarnarnesi 2009

Dominiqua Alma Belányi – fimleikar

Embla Jóhannesdóttir – fimleikar

Viggó Kristjánsson – handknattleikur og knattspyrna

Þráinn Orri Jónsson – handknattleikur

Ásrún Lilja Birgisdóttir – handknattleikur

Katrín Viðarsdóttir – handknattleikur

Rannveig Smáradóttir – handknattleikur

 

Veittar voru viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu æskulýðs- og tómstundamála. Einstaklingar þessir eru jákvæðar fyrirmyndir, leiðandi í félagsstarfi, búa yfir góðri samskiptatækni, miklu frumkvæði og leiðtogahæfileikum. Jafnframt eru þau góðar fyrirmyndir fyrir annað ungt fólk á Seltjarnarnesi. Æskulýðsverðlaunin hlutu að þessu sinni Ólafur Sverrir Stephensen og Sólveig Ásta Einarsdóttir.

þróttamaður Seltjarnarness 2009 - Viðurkenning fyrir félagsstörf


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?