Fara í efni

Íþróttamenn ársins 2012 eru Aron Lee Du Teitsson og Eva Hannesdótti

Í gær, fimmtudaginn 7. mars kl. 17, fór fram á Seltjarnarnesi  í 20. skiptið kjör íþróttamanns og íþróttakonu ársins 2012 í Félagsheimili Seltjarnarness að viðstöddu fjölmenni.

Fimmtudaginn 7. mars kl. 17, fór fram að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimil Seltjarnarnes kjör á íþróttamanni og íþróttakonu ársins 2012. Er þetta er í 20. skiptið sem valið fer fram.

Á afhendingunni kom berlega fram hversu ríkir Seltirningar eru af framúrskarandi og efnilegum íþróttamönnum. Eitt af höfuðmarkmiðunum með afhendingu viðurkenninganna er að vekja athygli á hinu gróskumikla íþrótta- og tómstundastarfi sem fram fer á Nesinu og jafnframt að sýna fram á hversu dyggilega Seltjarnarnesbær styður við bakið á íþróttafólki sem stundar sína íþrótt innan bæjarmarkanna sem og Seltirningum sem stunda sína íþrótt utan þeirra.

Íþróttamaður Seltjarnarness 2012 var kjörinn Aron Lee Du Teitsson kraftlyftingamaður og íþróttakona ársins 2012 Eva Hannesdóttir sundkona.

Aron Lee Du Teitsson og Dagný Þorfinnsdóttir
Aron Lee Du Teitsson og Dagný Þorfinnsdóttir móðir Evu Hannesdóttur

Aron Lee Du Teitsson er núverandi bikarmeistari karla árið 2012 í kraftlyftingum. Hann hefur sett mörg glæsileg Íslandsmet á árinu og þar með slegið met annarra afreksmanna. Miðað við núverandi árangur myndi hann vera á meðal 30 bestu á heimslista.

Eva Hannesdóttir keppti fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í London 2012. Eva hefur undanfarin 4 ár æft og keppt með bandarísku háskólaliði þar sem hún hefur sett fjölda skólameta og var meðal annars valin nýliði ársins.

Hér má sjá umsögn ÍTS um Aron Lee Du Teitsson og Evu Hannesdóttur.

Aron Lee er núverandi bikarmeistari karla árið 2012 í kraftlyftingum. Þessi árangur er afar glæsilegur þar sem hann sigraði ekki eingöngu í sínum þyngdarflokki heldur sigraði hann alla keppendur í öllum átta keppnisflokkunum. Aron Lee hefur sett mörg glæsileg Íslandsmet á árinu 2012 og þar með slegið met annarra afreksmanna. Hann er núverandi Íslandsmethafi í bekkpressu, réttstöðulyftu og í samanlögðum árangri í 83 kg þyngdarflokki en þau met setti hann á Íslandsmótinu í réttstöðulyftu sem fram fór í september sl. og á bikarmótinu sem fram fór í nóvember sl.  Hann hefur bætt sig verulega á árinu og hefur sett persónuleg met í hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu og í samanlögðum árangri. Miðað við núverandi árangur myndi hann vera á meðal 30 bestu á heimslista. Hann er mikill keppnismaður og á fullt erindi á alþjóðamót í kraftlyftingum, s.s. norðurlandamót í kraftlyftingum. 

Aron Lee iðkar íþróttina af miklum krafti og æfir reglulega undir stjórn Ingimundar Björgvinssonar þjálfara. Hann er mjög reglusamur og frábær fyrirmynd fyrir fólk á öllum aldri. Hann tekur virkan þátt í félagsstörfum Gróttu og er mjög umhugað um framgang íþróttarinnar hér á landi og uppbyggingu kraftlyftingadeildar Gróttu.

Eva Hannesdóttir keppti fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunm í London árið 2012 í fyrstu boðsundsveit Ísl.kvenna sem náð hefur ÓL lágmörkum. Kvennasveitin varð i 4. sæti á Evrópumeistarmótinu í maí 2012 og 16. sæti á Ólympíuleikunum.

Eva hefur undanfarin 4 ár æft og keppt með bandarísku háskólaliði þar sem hún hefur sett fjölda skólameta og var meðal annars valin nýliði ársins. Eva iðkar íþróttina af miklum krafti og æfir 8- 10 sinnum í viku 18- 22 kl.st á viku.           Eva er afar félagslynd, reglusöm og  góð fyrirmynd annarra sundmann. Eva hefur haldið margar kynningar þar sem hún hefur sagt frá sundferli sinum á Íslandi og Bandarikjunum.

Eva tók þátt í 5 greinum á Íslandsmótinu í nóvember 2012.
Árangur Evu var eftirfarandi: 100 m flugsund - gull, 100 m skriðsund - gull, 100 m fjórsund - gull, 50 m flugsund - silfur og 50 m skriðsundi - silfur


Íþróttamenn Seltjarnarness árið 2012

Það var krefjandi verkefni fyrir Íþrótta og tómstundaráð að velja tvo einstaklinga úr þeim sjö manna glæsihópi íþróttafólksins sem tilnefnt var. Allir einstaklingarnir  hafa skarað fram úr á einn eða annan hátt á sínu sviði og eru verðugir fulltrúar sinna íþróttafélaga og íþróttagreina. Þeir eru góðar fyrirmyndir, sem leggja sig fram við að stunda sína íþrótt af mikilli eljusemi og hefur tekist að rækta með sér styrk, þol, tækni og samhæfingu og eru öðru íþróttafólki hvatning til eftirbreytni.  

Hildur S. Aðalsteinsdóttir, Aron Lee Du Teitsson, Dagný Þórfinnsdóttir, Arndís María Erlingsdóttir, Árni B Árnason og Lárus B Lárusso

Þessir voru tilnefndir sem íþróttamenn 2012 talið frá vinstri: Hildur S. Aðalsteinsdóttir, Aron Lee Du Teitsson, Eva Hannesdóttir, en móðir hennar Dagný Þorfinnsdóttir veitti viðurkenningunni móttöku, Arndís María Erlingsdóttir, Árni Benedikt Árnason, Bjarni Jakob Gunnarsson og Nökkvi Gunnarsson, en tveir hinna síðastnefndu eru ekki á myndinni. Lengst til hægri. er  Lárus B. Lárusson, formaður ÍTS. 


Ungt og efnilegt íþróttafólk 2012Ungir og efnilegir íþróttamenn 2012

Viðurkenningar voru veittar til ungs og efnilegs íþróttafólks sem hefur staðið sig framúrskarandi vel í sínum greinum á keppnisvellinum á árinu sem var að líða og hefur verið tilnefnt af sínum félagsliðum. Eitt af markmiðunum  með þessum viðurkenningum er hvetja þau áfram til að ná því markmiði að verða framtíðarafreksmenn Íslands.

Efnilegur íþróttamaður 2012:

Grethe María Björnsdóttir – fimleikar, Þóra Lucrezia Bettaglio - fimleikar, Andrea Rut Eiríksdóttir – handknattleikur, Ari Kvaran – handknattleikur, Elín Jóna Þorsteinsdóttir – handknattleikur, Gunnar Kolbeinsson – handknattleikur, Agnar Guðjónsson – knattspyrna, Dagur Guðjónsson – knattspyrna, Pétur Steinn Þorsteinsson – knattspyrna, Guðfinna Kristín Björnsdóttir - knattspyrna, Helga Kristín Einarsdóttir – golf, Matthildur María Rafnsdóttir – golf, Sunna Ósk Jónsdóttir – sund, Einar Örn Jónsson – sund, Sæmundur Ólafsson – frjálsar íþróttir, Gunnar Guðmundsson – frjálsar íþróttir


Egill Árni Jóhannesson og Anna Lilja BjörnsdóttirViðurkenningar fyrir félagsstörf árið 2012

Viðurkenningar voru veittar fyrir vel unnin störf í þágu æskulýðs- og tómstundamála. En þessir einstaklingar þykja jákvæðar fyrirmyndir innan sem utan skóla, eru leiðandi í félagsstarfi, búa yfir góðri samskiptafærni, miklu frumkvæði og leiðtogahæfileikum. Jafnframt eru þessi ungmenni góðar fyrirmyndir fyrir annað ungt fólk á Seltjarnarnesi.

Viðurkenningar fyrir félagsstörf árið 2012:
Anna Lilja Björnsdóttir
Egill Árni Jóhannesson


Landliðsfólk 2012Landsliðfólk á Seltjarnarnesi 2012

Verðlaun voru veitt landsliðsfólki á Seltjarnarnesi. Hér er um að ræða ungt og upprennandi íþróttafólk sem hefur náð þeim áfanga að leika með unglingalandsliðum eða landsliði sinnar íþróttagreinar. Með viðurkenningunni vill  ÍTS vekja athygli á þeim heiðri sem felst í því að vera valinn í landslið Íslands.


Landsliðsfólk á Seltjarnarnesi 2012:
Árni Benedikt Árnason – U-21 handknattleikur, Kristján Ingi Kristjánsson – U-21 handknattleikur, Þráinn Orri Jónsson – U-21 handknattleikur, Vilhjálmur Geir Hauksson – U-19 handknattleikur, Ólafur Ægir Ólafsson – U-19 handknattleikur, Lárus Gunnarsson – U-19 handknattleikur, Eva Björk Davíðsdóttir – U-17 handknattleikur, Rebekka Guðmundsdóttir – Uhandknattleikur, Sóley Arnarsdóttir – U-17 handknattleikur, Hjalti Már Hjaltason – U-16 handknattleikur, Þorgeir Bjarki Davíðsson – U-16 handknattleikur, Kolbrún Jónsdóttir – sund, Dominique Belanýi – fimleikar, Embla Jóhannesdóttir - fimleikar


Íslandsmeistarar 2012Íslandsmeistar hjá íþróttafélaginu Gróttu

Bæjarstjórinn, Ásgerður Halldórsdóttir veitti bæjarviðurkenningu til íslandsmeistara hjá Íþróttafélaginu Gróttu. Viðurkenningin féll í skaut Borghildar Erlingsdóttur sem var kjörin íþróttakona Seltjarnarness í fyrra, en hún er jafnframt formaður Kraftlyftingadeildar Gróttu sem vann það frækilega afrek að leiða félagið  til Íslandsmeistaratitils í liðakeppni árið 2012. Fyrir utan þennan frækilega sigur,  þar sem yngsta félagið á Íslandi klekkir á rótgrónum liðum í greininni, þá eiga liðsmenn fjöldann allan af Íslandsmeistaratitlum í einstaka greinum einstaklinga.  Á Nanna Guðmundsdóttirmyndinni eru félagar í Kraftlyftingadeild Gróttu. 

Íslandsmeistari í 3. þrepi í áhaldafimleikum var kjörin Nanna Guðmundsdóttir.






Lárus B Lárusson, Harpa Snædís Hauksdóttir og Ásgerður HalldórsdóttirHeiðra íþróttamann/konu – Bæjarviðurkenning

Harpa Snædís Hauksdóttir fimleikakona var sérstaklega heiðruð um leið og vakinn var athygli á sérstaklega glæsilegum íþróttaferli hennar og árangri á liðnum árum. Lárus Lárusson formaður ÍTS sagði við það tilefni að Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness og bæjaryfirvöld væru ákaflega stolt af Hörpu og hennar árangri í gengnum tíðina. Harpa æfði fimleika með Gróttu á sínum yngri árum, var  valin í unglingalandslið, keppti  með landsliði Íslands bæði heima og erlendis þar til hún hætti í áhaldafimleikum 18 ára gömul. Þess má geta að Harpa Snædís hefur tvisvar sinnum verið valin Íþróttakona Seltjarnarness og á marga íslandsmeistaratitla að baki. 

Harpa hóf að æfa hópfimleika með meistaraflokki Gerplu og Gerpluliðið hefur verið Íslandsmeistari nokkur undanfarin ár. Einnig hefur liðið keppt sem landslið fyrir Íslands hönd, bæði á Norðurlanda- og Evrópumótum í hópfimleikum. Á árinu 2011 og á árinu 2012 urðu þær bæði Norðurlanda- og Evrópumeistarar.

Það er Íþrótta- og tómsundaráð Seltjarnarness sem sér um valið en tilgangurinn með valinu er að vekja athygli á gildi íþrótta, stuðla að öflugu íþróttastarfi á Seltjarnarnesi og styðja við bakið á íþróttafólki. Aðeins þeir sem hafa búsetu eða lögheimili á Seltjarnarnesi geta fengið tilnefningu til kjörsins, óháð því hvar þeir stunda íþróttina. 

 

 


.  

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?