Fara í efni

Íþróttamenn ársins 2003 á Seltjarnarnesi eru Elísabet Sólbergsdóttir langhlaupari og Gísli Kristjánsson handknattleiksmaður.

Kjör íþróttamanns Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 18. mars sl. í samkomusal Gróttu. Kjör þetta hefur verið árviss viðburður síðan 1993 og er í umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs sem vill með þessu vekja athygli á gildi íþrótta, stuðla enn frekar að öflugu íþróttalífi á Seltjarnarnesi og láta íþróttafólk vita að bæjarfélagið styðji við bakið á því. Aðeins þeir sem hafa búsetu eða lögheimili á Seltjarnarnesi geta fengið tilnefningu til kjörsins, óháð því hvar þeir stunda íþróttina.

Kjör íþróttamanns Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 18. mars sl. í samkomusal Gróttu. Kjör þetta hefur verið árviss viðburður síðan 1993 og er í umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs sem vill með þessu vekja athygli á gildi íþrótta, stuðla enn frekar að öflugu íþróttalífi á Seltjarnarnesi og láta íþróttafólk vita að bæjarfélagið styðji við bakið á því. Aðeins þeir sem hafa búsetu eða lögheimili á Seltjarnarnesi geta fengið tilnefningu til kjörsins, óháð því hvar þeir stunda íþróttina.

Elísabet Sólbergsdóttir

Íþróttamenn ársins 2003 eru Elísabet Sólbergsdóttir langhlaupari og Gísli Kristjánsson handknattleiksmaður.


Gísli Kristjánsson

Elísabet æfir og keppir í langhlaupum. Sérgrein hennar er heilt maraþon og er hún núverandi Íslandsmeistari í maraþoni kvenna. Einnig vann hún til verðlauna í hálfmaraþoni og 10 km víðavangshlaupum á síðasta ári.

Gísli hefur bæði æft knattspyrnu og handknattleik með Gróttu frá unga aldri. Gísli var valinn í unglingalandslið HSÍ 16 ára en þá snéri hann sér alfarið að handknattleik og hefur spilað með öllum yngri landsliðum HSÍ 16 ára, 18 ára og 20 ára og hefur leikið alls 54 leiki með yngrilandsliðum HSÍ á mótum erlendis. Hann hefur leikið yfir 100 meistaraflokksleiki. Í dag spilar Gísli með úrvalsdeildarliði FHK í Danmörku.

Frá vali á Íþróttamanni SeltjarnarnessTilnefningar til íþróttamanns Seltjarnarness 2003 fengu eftirfarandi íþróttamenn:
Hildur Gísladóttir – handknattleikur,
Davíð Ingi Daníelsson – knattspyrna,
Harpa Snædís Hauksdóttir – fimleikar,
Gunnar Sigurðsson -  fimleikar,
Eva Hannesdóttir – sund,
Jónatan Arnar Örlygsson  -  dans,
Sigríður María Sigmarsdóttir  -skylmingar,
Lilja Jónsdóttir  -  blak,
Karlotta Einarsdóttir  - golf

Ásamt kjöri íþróttamanns ársins voru veittar viðurkenningar fyrir ungt og upprennandi íþróttafólk sem t.d. hefur náð þeim áfanga að leika með unglingalandsliðum sinnar íþróttagreinar.
Viðurkenning fyrir íþróttaárangur 2003 fengu eftirtaldir:
Magnús Ingi Magnússon - golf
Eva Margrét Kristinsdóttir - handknattleikur
Hera Bragadóttir - handknattleikur
Ragna Karen Sigurðardóttir - handknattleikur
Garðar Guðnason - knattspyrna
Grímur Björn Grímsson - knattspyrna
Ólöf Andrésdóttir - skíði

Sigríður María skylmingakona og Jónatan Arnar Örlygsson fengu afreksstyrk ÆSÍS.

Old boys handknattleiksdeildar, handknattleiksdeild, knattspyrnudeild og fimleikadeild Gróttu fengu viðurkenningu fyrir öflugt uppeldis- og forvarnarstarf á sviði æskulýðs- og íþróttamála.

Deildir Gróttu hafa á undanförnum árum verið stöðugt að auka við iðkendafjölda sinn og efla starf sitt á allan hátt og til mikillar fyrirmyndar.  Þess má einnig geta að deildirnar hafa verið reknar hallalaust undanfarin ár.

Síðast en ekki síst voru það ungir og efnilegir sem fengu viðurkenningar og var það yngsti aldurshópurinn sem var heiðraður.

Viðurkenningu fengu eftirtaldir ungir og efnilegir íþróttamenn:
Arnar Freyr Gunnsteinsson - knattspyrna
Pétur Már Harðarsson - knattspyrna
Sandra Björk Halldórsdóttir - knattspyrna
Erna Kristín Arnarsdóttir - sund
Garðar Freyr Ólafsson - sund
Rán Ólafsdóttir - sund
Snæfríður Sól Guðmundsdóttir - sund
Anna Kristín Jensdóttir - sund
Þóra Hrund Jónsdóttir - listdans á skautum
Fanney Hauksdóttir - fimleikar
Jónína Þóra Einarsdóttir - fimleikar
Guðlaug Sara Guðmundsdóttir - handknattleikur
Finnur Ingi Stefánsson - handknattleikur
Atli Björn Gústavsson - handknattleikur
Dagmar Ploder Ottósdóttir - handknattleikur.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?