Fanney Hauksdóttir og Viggó Kristjánsson eru íþróttakona og íþróttamaður Seltjarnarness 2014
Fanney Hauksdóttir og Viggó Kristjánsson eru íþróttakona og íþróttamaður Seltjarnarness 2014
Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness fór fram þriðjudaginn 24.febrúar og var fjölmenni saman komið að því tilefni í Félagsheimili Seltjarnarness. Kjörið hefur verið árviss viðburður síðan 1993, í umsjón íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness (ÍTS), sem vill með þessu vekja athygli á gildi íþrótta, stuðla enn frekar að öflugu íþróttalífi á Seltjarnarnesi. Aðeins þeir sem hafa búsetu eða lögheimili á Seltjarnarnesi geta fengið tilnefningu til kjörsins, óháð því hvar þeir stunda íþróttina. Einnig voru veit verðlaun til þeirra sem höfðu leikið með landsliðum sinna greina, ungs og efnilegs íþróttafólks, íslands- og bikarmeistara og félagsstarfa.
Íþróttamenn ársins 2014 eru þau Fanney Hauksdóttir fyrir kraftlyftingar og Viggó Kristjánsson fyrir handknattleik og knattspyrnu.
Aðrir sem fengu tilnefningu til kjörsins voru Íris Björk Símonardóttir fyrir handknattleik, Helga Kristín Einarsdóttir fyrir golf, Aron Du Lee Teitsson fyrir kraftlyftingar, Björgvin Þór Hólmgeirsson fyrir handknattleik, Kolbrún Jónsdóttir fyrir sund og Victor Orri Pétursson fyrir frjálsar íþróttir.
Fanney Hauksdóttir tilnefnd af kraftlyftingadeild Gróttu.
Fanney sigraði á Íslandsmótinu í bekkpressu í janúar sl. (110 kg). Hún keppti fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti unglinga í bekkpressu í maí sl. þar sem hún varð heimsmeistari í bekkpressu þegar hún lyfti samtals 135 kg. Hún sigraði ekki einungis í sínum flokki (63 kg) heldur stóð hún uppi sem sigurvegari mótsins! Með þessu stórbætti hún Íslandsmetið í bekkpressu. Fanney er nú í 7. sæti á heimslista IPF í 63 kg flokki!
Fanney byrjaði að æfa kraftlyftingar fyrir þremur árum síðan og æfir að jafnaði fjórum sinnum í viku. Hún æfði fimleika hjá Gróttu í fjölda ára og keppti með landsliði FSÍ og hefur einnig þjálfað fimleika hjá Gróttu um árabil. Hún hefur tekið virkan þátt í starfi deildarinnar, s.s. aðstoðað aðra keppendur á mótum o.fl.
Viggó Kristjánsson tilnefndur af handknattleiks- og knattspyrnudeild Gróttu.
Viggó er 21 árs gamall og leikur stöðu hægri skyttu. Viggó hefur mikinn leiksskilning og framúrskarandi sendingar- og skottækni. Hann lék með yngri landsliðum Íslands áður en hann ákvað að snúa sér alfarið að knattspyrnuiðkun árið 2009. Viggó hefur leikið 28 meistaraflokksleiki í handbolta með Gróttu og skorað í þeim 166 mörk. Það sem af er vetri hefur Viggó verið lykilleikmaður liðsins og langmarkahæsti leikmaður 1. deildarinnar. Auk þess að vera marksækinn spilar hann félaga sína oft uppi og hefur gott auga fyrir línuspili. Auk þess að vera flottur íþróttamaður leggur Viggó sitt af mörkum fyrir félagið meðal annars við dómgæslu yngri flokka og á yngri flokka mótum
Viggó gekk til liðs við knattspyrnudeild Gróttu síðasta vor eftir að hafa dvalið hjá úrvalsdeildarliði Breiðabliks í tvö ár. Viggó var lykilmaður í liði Gróttu í sumar sem tryggði sér sæti í 1. deild eftir þriggja ára fjarveru með því að ná öðru sæti í 2. deild. Fyrra hluta sumars var Viggó með betri mönnum mótsins og skoraði 11 mörk í 20 leikjum og var valinn í úrvalslið deildarinnar við lok tímabilsins.Viggó er tæknilega góður leikmaður með góðan leikskilning. Hann er jafnvígur með hægri og vinstri fæti og beittur í föstum leikatriðum. Hann á metið sem yngsti meistaraflokksleikmaður Gróttu en hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik aðeins 15 ára gamall. Sömuleiðis á Viggó að baki 8 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Viðurkenningu fyrir félagsstörf 2014 fengu Victor Levi Du Teitsson og Eva Kolbrún Kolbeins
Ungt og efnilegt íþróttafólk 2014
Landsliðsfólk 2014