Fara í efni

Íþróttafélagið Grótta selur nú heimaleikjakort

Bæjarstjóri fór á fyrsti heimaleik Gróttu sem var í gær og keypti sér m.a. fjölskyldukort og hlakkar mikið til handboltavetrarins. Leikurinn var vel sóttur og var gríðargóð stemmning.

Bæjarstjóri fór á fyrsti heimaleik Gróttu sem var í gær og keypti sér m.a. fjölskyldukort og hlakkar mikið til handboltavetrarins. Leikurinn var vel sóttur og var gríðargóð stemmning.


Síðastliðinn mánudag hófu meistaraflokksmenn Gróttu að ganga í hús á Seltjarnarnesi og selja heimaleikjakort sem gildir á alla heimaleiki Gróttu í vetur. Viðtökurnar voru góðar.


Strákarnir eiga enn eftir að ganga í fjölmargar götur og er vonast til að Seltirningar muni taka vel á móti þeim. Þeir sem verða ekki heima þessa dagana eða misstu af sölunni, geta nálgast heimaleikakortin á skrifstofu Gróttu.


Eru bæjarbúar hvattir til að fjölmenna á leiki meistaraflokkanna.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?