Fara í efni

Innbrot í bifreiðar á Seltjarnarnesi

Að gefnu tilefni vil bæjarstjóri vekja athygli íbúanna á því að á undanförnum dögum hefur verið brotist inn í bifreiðar á Seltjarnarnesi. Lögreglan er með málið í rannsókn.

Að gefnu tilefni vil bæjarstjóri vekja athygli íbúanna á því að á undanförnum dögum hefur verið brotist inn í bifreiðar á Seltjarnarnesi.

Lögreglan er með málið í rannsókn.

Eftirfarandi tilkynning er frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins

Að undanförnu hafa innbrot í bifreiðar talsvert á Seltjarnarnesi, aðferðin er yfirleitt sú að rúða er brotin og lausir munir eru teknir eins og fartölvur, íþróttatöskur, Tónhlöður (I-pod), símar ofl.

Þjófurinn/þjófarnir virðast nokkuð einbeittir í brotavilja sínum sem lýsir sér í því að sjáist vænlegur hlutur inni í bifreiðinni þá er rúða umsvifalaust brotin til að nálgast hlutinn

Góð regla er að skilja aldrei neitt eftir í bifreiðum sem gæti freistað þjófa, ef það er nauðsynlegt þá ganga þannig frá því að ekki sjáist í hlutinn utan frá (t.d. geyma í farangursgeymslu)

Upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir eða grunsamlega bíla má koma til lögreglu með því að senda á nefangið abending@lrh.is


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?