Fara í efni

Íbúaþing um umhverfismál

Seltjarnarnesbær boðar íbúa til samráðs og hugmyndasmiðju um næstu skrefin í umhverfismálum undir yfirskriftinni  Seltjarnarnes – Vistvænt og samhent samfélag.
FjaraSeltjarnarnesbær boðar íbúa til samráðs og hugmyndasmiðju um næstu skrefin í umhverfismálum undir yfirskriftinni  Seltjarnarnes – Vistvænt og samhent samfélag. Íbúaþingið fer fram í Valhúsaskóla, fimmtudaginn 7. febrúar frá kl. 17:30-19:45.

Hugmyndin með þinginu er að virkja íbúa til samráðs um næstu skref  í umhverfismálum bæjarins og hvetja þá til virkrar þátttöku. Seltjarnarnesbær leggur metnað sinn í að standa vörð um umhverfi og samfélag og fylgja áherslum sjálfbærrar þróunar. 

Þingið er hugsað sem hugmyndasmiðja þar sem staldrað er við og skoðað það sem áunnist hefur og í hvaða forgang bæjarbúar vilja setja sín hugðarefni. Að málþingi loknu verður opnaður hugmyndakassi á heimasíðu Seltjarnarness þar sem fólk er hvatt til að leggja inn fleiri hugmyndir sem unnið verður úr. Seltirningar eru hvattir til að fjölmenna á íbúaþingið. Boðið verður upp á léttar veitingar og barnagæslu meðan á þinginu stendur.  

Dagskrá 
1. Formaður umhverfisnefndar setur þingið
2. Ráðgjafar Alta kynna þema og fundarfyrirkomulag
3. Fundargestir vinna í hópum
4. Matarhlé
5. Hugmyndir og niðurstöður kynntar
6. Ráðgjafar Alta ræða næstu skref
7. Formaður slítur fundi


Kvika


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?