Fjölskyldunefnd Seltjarnarness boðar til þings laugardaginn 28. mars næstkomandi um málefni eldri bæjarbúa
Fjölskyldunefnd Seltjarnarness boðar til þings laugardaginn 28. mars næstkomandi um málefni eldri bæjarbúa. Á þinginu verður leitað eftir tillögum um hlutverk og þjónustu bæjarins við eldri bæjarbúa og ræddar hugmyndir um stofnun sérstaks öldungaráðs. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þinginu eru hvattir til að skrá sig á postur@seltjarnarnes.is eða tilkynna þátttöku í síma 5959100 í síðasta lagi föstudaginn 27. mars fyrir kl. 14:00.
Fjölskyldunefnd hvetur bæjarbúa til þátttöku í þinginu. Niðurstöður umræðna þar munu verða bæjaryfirvöldum leiðarljós í þróun þjónustu við eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi.
Þingið fer fram í Félagsheimili Seltjarnarness og hefst kl. 11:00 og lýkur kl. 14:00.
Boðið verður upp á kaffi og kleinur við opnun og í hádeginu er boðið upp á súpu.
Fundarstjórn er í höndum Gylfa Dalmanns Aðalsteinssonar.
Allir velkomnir.