Fara í efni

Íbúaþing um málefni eldri bæjarbúa

Fjölskyldunefnd Seltjarnarness boðar til þings laugardaginn 28. mars næstkomandi um málefni eldri bæjarbúa
Fjölskyldunefnd Seltjarnarness boðar til þings laugardaginn 28. mars næstkomandi um málefni eldri bæjarbúa. Á þinginu verður leitað eftir tillögum um hlutverk og þjónustu bæjarins við eldri bæjarbúa og ræddar hugmyndir um stofnun sérstaks öldungaráðs. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þinginu eru hvattir til að skrá sig á postur@seltjarnarnes.is eða tilkynna þátttöku í síma 5959100 í síðasta lagi föstudaginn 27. mars fyrir kl. 14:00. 

Fjölskyldunefnd hvetur bæjarbúa til þátttöku í þinginu. Niðurstöður umræðna þar munu verða bæjaryfirvöldum leiðarljós í þróun þjónustu við eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi. 

Þingið fer fram í Félagsheimili Seltjarnarness og hefst kl. 11:00 og lýkur kl. 14:00. 
Boðið verður upp á kaffi og kleinur við opnun og í hádeginu er boðið upp á súpu. 
Fundarstjórn er í höndum Gylfa Dalmanns Aðalsteinssonar. 
Allir velkomnir.

Íbúaþing 28. mars 2015


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?