Fara í efni

Íbúaþing um málefni eldri bæjarbúa

Fjölskyldunefnd Seltjarnarness boðaði til þingsins laugardaginn 28. mars 2015 en á fundi Bæjarstjórnar Seltjarnarness þann 15.12.14 var samþykkt tillaga um að að standa að íbúaþingi um málefni eldra fólks á Seltjarnarnesi ekki síðar en í lok febrúar 2015. 

Fjölskyldunefnd Seltjarnarness boðaði til þingsins laugardaginn 28. mars 2015 en á fundi Bæjarstjórnar Seltjarnarness þann 15.12.14 var samþykkt tillaga um að að standa að íbúaþingi um málefni eldra fólks á Seltjarnarnesi ekki síðar en í lok febrúar 2015. 


Á þinginu yrði m.a. leitað eftir tillögum og hugmyndum um hlutverk og þjónustu bæjarins við þennan aldurshóp og sett á laggirnar sérstakt ,,öldungaráð“ sem verði ráðgefandi vettvangur gagnvart bæjarstjórn um málefni eldri borgara. Á þinginu var leitað eftir tillögum um hlutverk og þjónustu bæjarins við eldri bæjarbúa og ræddar hugmyndir um stofnun sérstaks öldungaráðs

Um eitt hundrað manns mættu á þingið og var skipað í níu umræðuhópa. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson stýrði íbúaþinginu. Helstu niðurstöður umræðuhópanna voru eftirfarandi og er raðað hér í röð eftir hve oft þær voru nefndar í hópunum: 
  • Stofna öldungaráð - sérstök starfsnefnd/ráðgjafarnefnd. Auka áhrif aldraðra. 
  • Bæta aðstöðu til iðkunar tómstunda- og félagsstarfs og bjóða upp á meiri fjölbreytni. Koma öllu félagsstarfi á einn stað. 
  • Húsnæðismál. Fjölbreytni húsnæðis þarf að vera meiri og sniðin að þörfum eldra fólks. 
  • Bæta aðstöðu til útveru og líkamsræktar. Veita tómstundastyrki.
  • Efla heimaþjónustu, auka menntun starfsfólks og gera hana fjölbreyttari. Koma á heimsóknarhópi. 
  • Tengja kynslóðir og nýta þekkingu eldra fólks í þágu þess yngra. 
  • Halda oftar íbúaþing og fá fólk til þátttöku í ákvörðunum. 
  • Marka stefnu í málefnum eldra fólks. 
  • Bætta heilsugæslu, heimsóknarþjónusta heimilislækna. 
  • Hraðahindranir á hjólastíga vegna þeirra sem eru fótgangandi. 
  • Veita garðaþjónustu. 
  • Bæjarfélagið verði þrýstiafl á stjórnvöld um að standa vörð um réttindi og þjónustu við aldraða. 



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?