Fara í efni

Íbúar hvattir til að vara sig á Risahvönninni

Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar biðlar til íbúa að fara varlega í kringum þessar plöntur en Bjarnakló og Húnakló mynda eiturefni þannig að safi úr þeim getur valdið bruna á hörundi í sólarljósi eða UV-geislum. 

Bjarnarkló eða risahvönn hefur ekki verið á mörgum stöðum á Seltjarnarnesi en þó hafa í sumar borist ábendingar um að plantan sé að fjölga sér í görðum hér.

Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar biðlar til íbúa að fara varlega í kringum þessar plöntur en Bjarnakló og Húnakló mynda eiturefni þannig að safi úr þeim getur valdið bruna á hörundi í sólarljósi eða UV-geislum. Börn ættu alls ekki að vera í nágrenni við plöntuna sé hún í garði hjá fólki. 

Sjá umfjöllun og myndir af Risahvönn og slæmum brunasárum sem hún getur valdið hér á vef Náttúrufræðistofnunar. https://www.ni.is/grodur/agengar-plontur/risahvannir

Hafa má samband við Steinunni í síma 822 9111 til að fá ráðgjöf telji íbúar sig hafa risahvönn í garðinum sínum.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?