Fara í efni

Húsfyllir á Tónstöfum

Tónstöfum, samstarfsverkefni Bókasafns Seltjarnarness og Tónlistarskóla Seltjarnarness lauk á þessum vetri með tónleikum lengra kominna píanónemenda Aðalheiðar Eggertsdóttur í byrjun maí. 
Aðalheiður Eggertsdóttur, Sólrón Guðjónsdóttir, Friðrik Guðmundsson og Anna Bergljót Gunnarsdóttir

Tónstöfum, samstarfsverkefni Bókasafns Seltjarnarness og Tónlistarskóla Seltjarnarness lauk á þessum vetri með tónleikum lengra kominna píanónemenda Aðalheiðar Eggertsdóttur í byrjun maí. 


Húsfyllir var á tónleikunum en þeir sem fram komu voru Anna Bergljót Gunnarsdóttir, Sólrún Guðjónsdóttir og Friðrik Guðmundsson sem öll hafa verið nemendur Aðalheiðar  frá unga aldri og hafa lokið 6. stigi í píanóleik. 

Anna Bergljót lauk auk þess framhaldsprófi vorið 2012 og Friðrik stefnir á nám í tónsmíðum. Verkin á efnisskránni voru eftir Beethoven, Bartók, Chopin og Gade auk þess sem Friðrik frumflutti verk eftir sjálfan sig. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?