Fara í efni

Hugmynd að deiliskipulagi kynnt á fjölmennum fundi

Íbúum Seltjarnarness voru í gærkvöldi kynntar hugmyndir að deiliskipulagi fyrir Hrólfsskálamel og Suðurströnd. Hornsteinar arkitektar ehf., Schmidt, Hammer & Lassen og VSÓ Ráðgjöf unnu hugmyndirnar sem miða að því að hafa blandaða byggð auk knattspyrnuvallar á Hrólfsskálamel en eingöngu íbúðabyggð á Suðurströnd. Tilgangurinn með fundinum var að kynna þessar hugmyndir til að skapa umræðu sem verður innlegg í deiliskipulagið sem unnið verður í framhaldi af fundinum. Fundurinn var vel sóttur en vel á fjórða hundrað manns mættu. Fundargestir fengu tækifæri til að koma athugasemdum eða hugmyndum á framfæri en geta auk þess heimsótt arkitekta og hönnuði til að fá ítarlegri upplýsingar eða til að kynna sín sjómarmið.

DeiliskipulagÍbúum Seltjarnarness voru í gærkvöldi kynntar hugmyndir að deiliskipulagi fyrir Hrólfsskálamel og Suðurströnd. Hornsteinar arkitektar ehf., Schmidt, Hammer & Lassen og VSÓ Ráðgjöf unnu hugmyndirnar sem miða að því að hafa blandaða byggð auk knattspyrnuvallar á Hrólfsskálamel en eingöngu íbúðabyggð á Suðurströnd. Tilgangurinn með fundinum var að kynna þessar hugmyndir til að skapa umræðu sem verður innlegg í deiliskipulagið sem unnið verður í framhaldi af fundinum. Fundurinn var vel sóttur en vel á fjórða hundrað manns mættu. Fundargestir fengu tækifæri til að koma athugasemdum eða hugmyndum á framfæri en geta auk þess heimsótt arkitekta og hönnuði til að fá ítarlegri upplýsingar eða til að kynna sín sjómarmið.

DeiliskipulagSkipulag svæðisins var unnið á nokkuð annan hátt en þekkst hefur víða og var fyrsta skrefið að láta vinna könnun á því hverjir hefðu áhuga á að búa á svæðinu og hvers konar hugmyndir þeir aðilar hefðu um húsnæði og aðstæður. Mikill áhugi er á svæðinu miðað við könnunina og virðist sem flestir þeirra sem áhuga hafa á búsetu þar sækist eftir tvennu. Annars vegar útsýni og hins vegar því að búa á Seltjarnarnesi. Það vakir fyrst og fremst fyrir hönnuðum að hámarka þau gæði sem fyrir eru á svæðinu en þau eru fyrst og fremst útsýni og staðsetning á syðrihlutanum, nálægðin við sundlaug, íþróttamiðstöð og ýmsa þjónustu. Á Suðursvæðinu verður reynt að haga málum þannig að allar íbúðirnar njóti sömu gæða og allir íbúar fái að upplifa þessa sérstöðu sem einkennir þetta svæði. Því verður náð fram með því að stalla íbúðir bæði í plani og í hæðum en um leið er verið að tryggja það að þessar byggingar valdi sem minnstri röskun á þeim aðstæðum sem þarna eru fyrir.

DeiliskipulagReynt er að taka tillit til þeirrar byggðar sem fyrir er þannig að útsýni skerðist eins lítið og hægt er þar sem það er möguleiki. Þess vegna eru hugmyndir um að hafa húsin á Suðurströnd lægri á vestari hluta svæðisins þannig að íbúar nærliggjandi húsa sjái yfir þau. Einnig er í hugmyndunum tekið fullt tillit til opins svæðis vestan við Suðurstrandarsvæðið og það látið halda sér. Reiknað er með tveimur bílastæðum á hverja íbúð, einu í bílastæðakjallara og öðru úti.

Deiliskipulag


 

 

 

 

 


 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?