Fara í efni

Hjólreiða- og göngustígar verði efldir

Undirbúningshópur, sem skipaður var til að fjalla um reiðhjóla- og göngustíga á Seltjarnarnesi, skilaði nýverið og kynnti á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar skýrslu sem hann hafði unnið.
Farið yfir göngubrautUndirbúningshópur, sem skipaður var til að fjalla um reiðhjóla- og göngustíga á Seltjarnarnesi, skilaði nýverið og kynnti á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar skýrslu sem hann hafði unnið. 

Hlutverk vinnuhópsins var að skoða grunnnet hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu, kort af göngu- og hjólastígum höfuðborgarsvæðisins, skoða tengingar við Reykjavík auk þess að leggja til drög að hjólreiðaáætlun sem ætlað er að skapa umhverfi sem hvetur til göngu og hjólreiða.  Hópurinn kom fram með ráðgefandi tillögur til bæjarstjórnar sem fela m.a. í sér: 

  1. Tvöföldun göngu- og hjólastígs kringum Nesið. Stígur verði breikkaður og tvöfaldaður (aðskilinn göngu og hjólastígur) þar sem því verður við komið. Í tengslum við þessa tillögu telur hópurinn mikilvægt að breikkun/tvöföldun stíga meðfram Norðurströnd verði sett í forgang.
  2. Að ráðist verði í endurbætur á Nesvegi, þar sem lagðir verða aðskildir göngu- og hjólastígar beggja vegna götu.
  3. Að göngu- og hjólastígar inni í íbúðahverfum verði endurbættir m.t.t. öryggis og aðgengis í samráði við íbúa á hverjum stað. Undirbúningshópurinn leggur til að tillögum varðandi þetta verði safnað meðal íbúa í tengslum við gerð Umferðaröryggisáætlunar Seltjarnarnesbæjar.
  4. Þrengt verði að bílaumferð um Lindarbraut, hámarkshraði lækkaður og komið verði fyrir hjólastígum.
  5. Hámarkshraði á Norðurströnd og Suðurströnd verði lækkaður til að auka öryggi gangangi og hjólandi auk þess að minnka hljóðmengun.
  6. Að ávallt verði gert ráð fyrir umferð göngu-og hjólreiðafólks í allri skipulagsvinnu á vegum Seltjarnarnesbæjar og valdar lausnir sem tryggja að öruggt, auðvelt og ánægjulegt sé að ferðast hjólandi og gangandi. Þannig skapast umhverfi sem hvetur til göngu og hjólreiða sem eykur mannlíf og bætir lífsgæði á Seltjarnarnesi. 

Vinnuhópinn skipuðu Bjarni Torfi Álfþórsson (formaður nefndarinnar), Eiður Sigurjón Eiðsson, Jóhanna Einarsdóttir, Birna Helgadóttir og Brynjúlfur Halldórsson. Baldur Pálsson var skipaður ritari nefndarinnar. 



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?