Fara í efni

Heita vatnið helmingi ódýrara á Seltjarnarnesi

Meðalheimili á Seltjarnanesi greiddi aðeins um 32.000 krónur á ári í fyrra fyrir heitt vatn á meðan viðskiptavinir Orkuveitu Reykjavíkur þurftu að borga næstum tvöfalt meira eða 57.000 krónur á ári.
Hitaveita Seltjarnarness við LindarbrautMeðalheimili á Seltjarnanesi greiddi aðeins um 32.000 krónur á ári í fyrra fyrir heitt vatn á meðan viðskiptavinir Orkuveitu Reykjavíkur þurftu að borga næstum tvöfalt meira eða 57.000 krónur á ári. Ólafsfirðingar sluppu nokkuð betur en höfuðborgarbúar árið 2012, með 44.000 að meðaltali. 

Hitaveita þar var fyrst byggð árið 1944 og hefur borgað sig upp, þótt einhver kostnaður kunni að fylgja nýjum framkvæmdum, ef til þeirra kemur. Í Fjarðarbyggð er svo mun dýrara að fara í bað. Meðalheimilið borgaði rúmar 86 þúsund krónur fyrir heitt vatn á ári, sem slagar hátt í þrefalda upphæð Seltirningsins.

Þetta kom fram í fréttum RÚV, þriðjudaginn 5. febrúar, en nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni Orkuvaktinni, sem er ráðgjafaþjónusta um orkumál.

Í fréttinni kom m.a. fram að verðmunur á heitu vatni er allt að 145% eftir sveitarfélögum. Skýringin er jarðhiti en líka fjárfestingastefna og hvort tekin voru erlend lán fyrir hrun. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?