Fara í efni

Heimsókn ungmennaráðs Lundar

Ungmennaráð Seltjarnarness, sem var stofnað árið 2009, fékk í ár styrk frá  Evrópu unga fólksins til þess að taka á móti Ungmennaráði Lundar í Svíþjóð dagana 14.til 21. ágúst.   

 

Lundur_Seltjarnarness_hopmyndUngmennaráð Seltjarnarness, sem var stofnað árið 2009, fékk í ár styrk frá  Evrópu unga fólksins til þess að taka á móti Ungmennaráði Lundar í Svíþjóð dagana 14.til 21. ágúst.   

Evrópa unga fólksins er íslenska heitið á Ungmennaáætlun Evrópusambandsins, Youth in Action, og er samstarfsverkefni ESB, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ.

Ungmennaráðin tvö sem samanstanda af 20 einstaklingum á aldrinum 16-22 ára fjalla um og kynna sér evrópska menningu og lýðræði undir yfirskriftinni „Erum við öll á sama blaði?”.  

Dagskráin var fjölbreytt og heimsóttu þau meðal annars og skoðuðu Alþingishúsið, Háskóla Íslands og Hitt Húsið. Einnig fengu fulltrúar úr bæjarstjórn Seltjarnarness kynningu á starfsemi ungmennaráðanna og í framhaldi tóku þeir þátt í hópvinnu með ungmennunum. Ungmennaráðin hafa síðan skipst á upplýsingum og unnið verkefni sem varða ungt fólk og samfélagið.  

Þetta samstarfsverkefni hefur í alla staði gengið vel og má vænta frekara samstarfs ungmenna Lundar og Seltjarnarness.

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?