Fara í efni

Heildstæð skólastefna verði mótuð - Vinnuhópur um umbætur í skólamálum skilar niðurstöðum

Í febrúar skilaði vinnuhópur um nýjungar í rekstri grunnskólanna á Seltjarnarnesi niðurstöðum sínum. Hópurinn hóf störf að frumkvæði meirihluta skólanefndar í nóvember á síðasta ári í kjölfar ákvörðunar um að sameina yfirstjórn grunnskólanna. Í hópnum sátu Gísli Ellerup, aðstoðarskólastjóri Valhúsaskóla og Marteinn M. Jóhannsson, aðstoðarskólastjóri Mýrarhúsaskóla, Helga Kristín Gunnarsdóttir og Ólína Thoroddsen, deildarstjórar, Lúðvík Hjalti Jónsson og Margrét Harðardóttir frá bæjarskrifstofu og Rögnvaldur Sæmundsson sem fulltrúi foreldra.

Í febrúar skilaði vinnuhópur um nýjungar í rekstri grunnskólanna á Seltjarnarnesi niðurstöðum sínum. Hópurinn hóf störf að frumkvæði meirihluta skólanefndar í nóvember á síðasta ári í kjölfar ákvörðunar um að sameina yfirstjórn grunnskólanna. Í hópnum sátu Gísli Ellerup, aðstoðarskólastjóri Valhúsaskóla og Marteinn M. Jóhannsson, aðstoðarskólastjóri Mýrarhúsaskóla, Helga Kristín Gunnarsdóttir og Ólína Thoroddsen, deildarstjórar, Lúðvík Hjalti Jónsson og Margrét Harðardóttir frá bæjarskrifstofu og Rögnvaldur Sæmundsson sem fulltrúi foreldra.

Skipurit grunnskólannaVerkefni vinnuhópsins var að horfa til framtíðar og undirbúa þær breytingar sem framundan eru. Samstaða var innan hópsins um niðurstöðurnar en þær fólu m.a. í sér drög að skipuriti fyrir nýja yfirstjórn. Hópurinn telur að með skipuriti í líkingu við það sem varð niðurstaðan fái nýr skólastjóri góðan byrjunarreit til að hefja störf á og gott samstarfsfólk með þekkingu á bakgrunni skólastarfs í bænum. Hópurinn telur skipuritið endurspegla vel ábyrgðarsvið starfsmanna og núverandi stjórnunarstöður séu eðlilegur hluti þess. Samkvæmt skipuritinu fá öll verkefni í skólanum rökréttan samastað þó í því felist sveigjanleiki.

Vinnuhópurinn styður áherslu bæjarins á að auka sjálfstæði skólanna og leggur til að mótuð verði skýr stefna sameinaðs skóla er byggi á aðalnámskrá grunnskóla, þeim grunni sem skólarnir hafa byggt á og þátttöku foreldra. Hópurinn skorar á bæjarstjórn og nýjan skólastjóra að nota það tækifæri er fæst við breytingarnar til að skýra stefnu skólans og auka sjálfstæði hans.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?