Fara í efni

Hátt brotahlutfall í hraðamælingum lögreglunnar á Suðurströnd

58% ökumanna keyrði of hratt á Suðurströndinni þegar að lögreglan var þar við hraðamælingar í síðustu viku. Hámarkshraðinn til móts við íþróttamiðstöðina er 30 km/klst enda börn og gangandi vegfarendur á ferðinni allan daginn.

Í tilkynningu sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í morgun og varðar hraðamælingar á Suðurströndinni í síðustu viku kemur fram að 58% ökumanna keyrði of hratt. Hámarkshraði á Suðurströndinni til móts við leikskóla og íþróttamiðstöð er 30 km/klst vegna þess að þar eru ekki síst börn megin þorri gangandi vegfarenda á leið í og úr skóla og tómstundir. 

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar vaktaði hraðamyndavélin 110 ökutæki þann klukkutíma sem mælingar stóðu yfir og var meðalhraði þeirra 40 km. Ljósmynduð voru 64 brot eða um 58% vaktaðra ökutækja sem er algjörlega óásættanlegt á þessum stað en meðalhraðinn var 46 km og hraðast var ekið á 72 km hraða. 

Búum börnunum og öðrum vegfarendum á Seltjarnarnesi öruggt umhverfi í umferðinni og virðum hámarkshraða á Suðurströndinni sem og annars staðar!

Hraðamæling



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?