Hátíðarhöld 17. júní 2004 á Seltjarnarnesi eru í umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs og Félagsmiðstöðvarinnar Selsins. Dagskráin er að venju fjölbreytt. Skrúðganga verður frá Dælustöðinni við Lindarbraut kl. 13:00 gengið verður frá dælustöð að Hofgörðum framhjá kirkjunni að Eiðistorgi. Hátíðardagskrá hefst á Eiðistorgi kl. 13:30 Að loknu ávarpi formanns ÆSÍS Ásgerðar Halldórsdóttur og fjallkonunnar Sólveigar Guðmundsdóttur taka við atriði í léttari dúr fyrir börnin. Fimleikadeild Gróttu sér um blöðrusölu við Eiðistorg. ___________________________________________________ Hátíðardagskrá 17. júní á Seltjarnarnesi.
Hátíðarhöld 17. júní 2004 á Seltjarnarnesi eru í umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs og Félagsmiðstöðvarinnar Selsins. Dagskráin er að venju fjölbreytt. Skrúðganga verður frá Dælustöðinni við Lindarbraut kl. 13:00 gengið verður frá dælustöð að Hofgörðum framhjá kirkjunni að Eiðistorgi. Hátíðardagskrá hefst á Eiðistorgi kl. 13:30 Að loknu ávarpi formanns ÆSÍS Ásgerðar Halldórsdóttur og fjallkonunnar Sólveigar Guðmundsdóttur taka við atriði í léttari dúr fyrir börnin. Fimleikadeild Gróttu sér um blöðrusölu við Eiðistorg. ___________________________________________________ Hátíðardagskrá 17. júní á Seltjarnarnesi.
Kl: 12:50 Safnast saman við dælustöð á Lindarbraut
Kl: 13:00 Skrúðganga undir stjórn Lúðrasveitar Seltjarnarness. Gengið verður frá dælustöð á Lindarbraut að Hofgörðum, upp Hofgarða, farið eftir göngustíg að kirkju, niður Nesveg og að Eiðistorgi þar sem hátíðarhöldin fara fram.
Kl: 13:35 Skrúðganga kemur að Eiðistorgi.
Kl: 13:38 Formaður Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir setur hátíðina.
Kl. 13:40 Ávarp fjallkonu, Sólveig Guðmundsdóttir. Lúðrasveitin leikur þjóðsönginn
Kl. 13:46 Íma tröllastelpa mætir á svæðið.
Kl. 13:50 Lúðrasveitin leikur verkið “River dance”
Kl: 14:00 Önnur dagskrá hefst
- Hans Klaufi - Stopp leikhópurinn sýnir
- Gamalt og gott - Félag eldri borgara á Seltjarnarnesi dansar
- Made in USA - Atriði úr árshátíðarleikriti Valhúsaskóla
- Latin dansar - Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir
- Galdrakarlinn í OZ – Leiklistarfélag Seltjarnarness
- Íma tröllastelpa - skemmtir gestum og slær botninn í gleðina.
Kl. 15:00 Dagskrá lokið