17. júní hátíðarhöldin á Seltjarnarnesi fóru fram með hefðbundnu sniði. Skrúðganga með lúðrasveit Seltjarnarness í broddi fylkingar gekk frá Lindarbraut að Eiðistorgi þar sem hátíðardagskrá fór fram. Fjölmennt var í skrúðgöngunni enda veðrið milt og gott.
Dagskráin hófst með því að formaður íþrótta-og tómstundaráðs Seltjarnarness Lárus B. Lárusson setti hátíðina. Fjallkonan Pálína Magnúsdóttir flutti ljóðið “Kom heil til feginsfundar” eftir skáldið Tómas Guðmundsson.
Selkórinn, söngvarar, balletdansarar, trúðar og leikarar skemmtu síðan áhorfendum á torginu sem voru fjölmargir. Hoppukastalar, blöðrur o.fl. var svo á boðstólum fyrir börnin sem að skemmtu sér hið besta á þessum degi.
Að lokinni dagskrá á Eiðistorgi var kaffisamsæti í félagsheimilinu fyrir bæjarbúa.
Kaffisalan var til styrktar fimleikadeild Gróttu og spilaði hljómsveitin “The Three Senioritas” létt lög á meðan kaffisamsæti stóð.