Fara í efni

Handverkssýning eldri bæjarbúa verður haldin dagana 26.- 28. maí

Sýningin sem er árviss viðburður verður að vanda haldinn í sal félagsaðstöðunar á Skólabraut 3-5 og eru allir velkomnir. Vöfflukaffi og sölubásar á staðnum.
Árleg handverkssýning eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi opnar á Degi eldri borgara, Uppstigningardag,  í sal félagsaðstöðunnar á Skólabraut 3-5. Á sýningunni verða sýndir fallegir munir sem unnir hafa verið í handavinnu og á hinum ýmsu námskeiðum í vetur. Ennfremur verður í boði vöfflukaffi og sölubásar.

Sýningin verður opin sem hér segir:

Fimmtudag 26. maí kl. 14.00 - 17.00 (Uppstigningardagur)

Föstudag 27. maí kl. 13.00 - 17.00

Laugardag 28. maí kl. 13.00 - 17.00

Allir eru hjartanlega velkomnir.

     


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?