Fara í efni

Hækkaðar niðurgreiðslur til dagforeldra á Seltjarnarnesi

Fjárhags- og launanefnd Seltjarnarnesbæjar samþykkti nýlega að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra um 40 – 80%. Um miðjan janúar lagði félagsmálaráð bæjarins til að gerður yrði þjónustusamningur við dagforeldra sem miðaði að því að tryggja að foreldrar greiddu sambærilegt gjald og greitt er fyrir börn í leikskólum bæjarins.

Fjárhags- og launanefnd Seltjarnarnesbæjar samþykkti nýlega að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra um 40 – 80%. Um miðjan janúar lagði félagsmálaráð bæjarins til að gerður yrði þjónustusamningur við dagforeldra sem miðaði að því að tryggja að foreldrar greiddu sambærilegt gjald og greitt er fyrir börn í leikskólum bæjarins.

Í ljós kom að dagforeldrum hugnaðist ekki sú leið og því var ákveðið að hækka krónutölu niðurgreiðslna í þeirri von að slíkt skili sér í lækkuðum gjöldum foreldra og auknum tekjum dagforeldra.

Sjá niðurgreiðslur til dagforeldra.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?