Alþjóðlega verkefnið „Göngum í skólann“ var kynnt á dögunum en Grunnskóli Seltjarnaness leiðir verkefnið fyrir hönd Íslands sem tekur þátt í fyrsta sinn.
Markmiði með verkefninu er að hvetja börn til aukinnar hreyfingar og auka færni þeirra í að ganga öruggustu leiðina í skólann. Þá er ætlun að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum.
Meðal markmiða er að vekja vegfarendur til umhugsunar um öruggar gönguleiðir og hvar má úr bæta. „Göngum í skólann“ er unnið í samstarfi við Lýðheilsustöð og Umferðarstofu, en verkefnið var kynnt á dögunum og er októbermánuður sérstaklega helgaður verkefninu um heim allan.
Vikuna 8. – 12. október mun starfsfólk Grunnskóla Seltjarnarness, ásamt foreldrafélaginu og foreldraráði hvetja til þess að nemendur gangi í skólann. Vonast er til að foreldrar fylgi yngstu nemendunum í skólann og leiðbeini þeim öruggustu gönguleiðina að heiman. Þá munu foreldrar sinna öryggisgæslu við skólana og leiðbeina um öryggisumferðarmál.
Þá minna bæjaryfirvöld á göngukortið sem gefið var út á haustdögum vegna framkvæmda við Hrólfsskálamel.
Kort með vænlegum leiðum með börnin í skóla 100 kb
Nánari upplýsingar um verkefnið á www.gongumiskolann.is