Grunnskóli Seltjarnarness hlaut styrk að upphæð kr. 704.000,- til að vinna að þróunarverkefninu - Lýðræði í skólastarfi. Styrkurinn er annars vegar veittur úr Þróunarsjóði menntamálaráðuneytis og hins vegar úr VONarsjóði Kennarasambands Íslands.
Grunnskóli Seltjarnarness hlaut styrk að upphæð kr. 704.000,- til að vinna að þróunarverkefninu - Lýðræði í skólastarfi. Styrkurinn er annars vegar veittur úr Þróunarsjóði menntamálaráðuneytis og hins vegar úr VONarsjóði Kennarasambands Íslands.
Þróunarverkefnið verður að mestu unnið af tveimur kennurum í Valhúsaskóla en þó í samstarfi við nokkra kennara í Mýrarhúsaskóla. Lögð verður áhersla á að nemendur tileinki sér það gildismat sem felst í hugtakinu lýðræði og geri sér um leið grein fyrir þeirri ábyrgð, réttindum og skyldum sem því fylgja. Verkefnið tengist beint og óbeint þátttöku nemenda í Skólaþinginu sem haldið var í október s.l. og aðkomu að nýsamþykktri skólastefnu fyrir Seltjarnarnes./>