Fara í efni

Grunnskólabörn fóru á Eldblóm x Þykjó í boði bæjarlistamanns

Síðastliðið vor bauð bæjarlistamaður Seltjarnarness börnum í 4. og 5. í Mýrarhúsaskóla á viðburðinn Eldblóm x Þykjó á Hönnunarsafni Íslands Garðabæ.

Sigríður Soffía Níelsdóttir, bæjarlistamaður Seltjarnarnesbæjar bauð 4. og 5. bekkingum í Mýrarhúsaskóla á viðburðinn Eldblóm x Þykjó á Hönnunarsafni Íslands Garðabæ síðastliðið vor.

Rúta sótti krakkana og keyrði þau í Garðabæinn þar sem þau fengu að upplifa leiksýninguna Eldblóm hvernig Dans varð vöruhönnun. Sigga Soffía sagði þar frá tengslum flugelda og blóma, teknar dans-pásur og farið í ilmferðalag þar sem krakkarnir fengu leidda hugleiðslu með Eldblóma ilminum sem þróaður var með Fishcersund. Í lokin var gengið um sýningarsalinn þar sem að sýningin Eldblóm var uppsett.

Fræðslustjóri safnsins Sigríður Sunna tók svo við hópunum með leiðsögn um Hönnunarsafn Íslands, listasmiðju Þykjó, þar sem krakkarnir fengu að skapa sín eigin þykjóEldblóm úr pappír og garni. Samkvæmt Siggu Soffíu bæjarlistamanni var ótrúlega skemmtilegt að sjá hversu skapandi krakkarnir í Mýrarhúsaskóla eru, hugmyndarík og flink í höndunum.

Allir fóru heim með sitt eigið Eldblóm sem þau sköpuðu eftir fyrirmyndinni Chrysanthemum (pappírsblóm) eða (dúskablóm) pompom dalíu.

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?