Fara í efni

Grænfána - Harlem Shake

Mikil fagnaðarlæti brutust út í Grunnskóla Seltjarnarness í morgun þegar skólinn hlaut Grænfánann öðru sinni. Allir nemendur og kennarar söfnuðust saman í Valhúsaskóla og tóku þátt í kraftmiklum Harlem Shake
Grænfáni afhentur Grunnskóla SeltjarnarnessMikil fagnaðarlæti brutust út í Grunnskóla Seltjarnarness í morgun þegar skólinn hlaut Grænfánann öðru sinni. Allir nemendur og kennarar söfnuðust saman í Valhúsaskóla og tóku þátt í kraftmiklum Harlem Shake. Að hristingnum loknum var fáninn afhentur formlega og dreginn að húni að viðstöddum stoltum nemendum og kennurum.

Við Grunnskóla Seltjarnarness er starfrækt sérstök umhverfisnefnd sem samanstendur af fulltrúum úr öllum bekkjum grunnskólans og kennurum. Undanfarin tvö ár hefur nefndin unnið ötullega að innleiðingu Grænfána númer tvö og fékk hann loks afhentan í dag. Það voru fulltrúar frá Landvernd sem afhentu fánann, en Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að ýmiskonar umhverfismálum og reka m.a. umhverfismenntaverkefnið, Skólar á grænni grein eða Grænfánann.

Grænfáni afhentur Grunnskóla SeltjarnarnessGrænfáninn er alþjóðleg umhverfisviðurkenning og tákn um árangursríka frammistöðu í umhverfisstjórnun og umhverfismennt. Grænfánaverkefnið var stofnað árið 1994 af samtökum í Evrópu sem nefnast Foundation for Environmental Education, eða á íslensku Samtök um umhverfismennt. Landvernd tók af skarið árið 2001 og keyrði verkefnið af stað hér á landi, og í dag, 12 árum síðar, eru rúmlega 210 skólar þátttakendur í verkefninu. Það eru skólar á öllum skólastigum, þ.e. leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar, háskólar, og aðrir skólar eins og tónlistarskólar og vinnuskólar.

Í heiminum öllum er Grænfánaverkefnið starfrækt í 50 löndum, í öllum byggilegum heimsálfum, og eru 41 þúsund skólar þátttakendur í verkefninu. Þetta gera, að meðtöldum nemendum Grunnskóla Seltjarnarness, rúmlega 11 milljónir nemenda - þar sem allir eru að hjálpast að við að huga að umhverfinu.
Grænfáni afhentur Grunnskóla Seltjarnarness   Grænfáni afhentur Grunnskóla Seltjarnarness

Grænfáni afhentur Grunnskóla Seltjarnarness   Grænfáni afhentur Grunnskóla Seltjarnarness

Grænfáni afhentur Grunnskóla Seltjarnarness

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?