Nú er vorhreinsun komin í fullan gang hjá bænum og vinna við að sópa gangstéttar og stíga. Mánudaginn 4. apríl hefst svo götusópun á á vegum Hreinsitækni sem mun taka nokkra daga.
Skipulagning götusópunarinnar er með þeim hætti að Seltjarnarnesinu hefur verið skipt upp í fjögur hólf og tekur u.þ.b. einn dag að sópa allar götur í hverju hólfi fyrir sig samkvæmt áætlun Hreinsitækni.
Bíleigendur eru beðnir að fjarlægja bíla sína af götunum þann dag sem sópað verður í því hverfi til þess að alls staðar verði hægt að sópa sem best.
Síðasta virka dag fyrir götusópun verða send út sms á vegum Seltjarnarnesbæjar til íbúa með skráða gsm síma í hverju "hólfi" fyrir sig.
ATH! til að fá sms frá bænum þarf viðkomandi símanúmer að vera skráð hjá 1818 og/eða hjá Seltjarnarnesbæ. Hafa má samband við þjónustuver Seltjarnarnesbæjar í síma 5959100 til að bæta númeri á skrá bæjarins.
Sjá nánar á myndinni en þar merkir:
- 1 = 4. apríl (mánudagur)
- 2 = 5. -6. apríl (þriðjudagur og miðvikudagur)
- 3 = 6. - 7. apríl (miðvikudagur og fimmtudagur ef hægt er v/veðurs)
- 4 = Tilkynnt síðar