Fara í efni

Góður vitnisburður um nám og kennslu

Fyrstu niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk frá sl. hausti liggja nú fyrir. Það er skemmst frá því að segja að þær eru góður vitnisburður fyrir nám og kennslu í Grunnskóla Seltjarnarness

Nemendur Grunnskóla SeltjarnarnesFyrstu niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk frá sl. hausti liggja nú fyrir. Það er skemmst frá því að segja að þær eru góður vitnisburður fyrir nám og kennslu í Grunnskóla Seltjarnarness. Prófað var í íslensku, ensku og stærðfræði og er útkoma nemenda skólans talsvert fyrir ofan meðaltalsútkomu nemenda sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu í öllum greinum.

Nemendur skólans eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna, sem og kennarar og annað starfsfólk sem komu að undirbúningi og framkvæmd prófanna. Þessi niðurstaða er í samræmi við þann árangur sem öflugur hópur kennara og annarra starfsmanna skólans hefur náð að framkalla undanfarin ár. Árangurinn endurspeglar þann metnað sem ríkir í skólanum og einkennir skólastarf á Seltjarnarnesi.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?