Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk 2007 -2008 fór fram í Félagsheimili Seltjarnarness miðvikudaginn 2. apríl. Nemendur úr Grunnskóla Seltjarnarness og grunnskólum í Garðabæ lásu brot úr skáldverki og ljóð fyrir á annað hundrað áheyrendur.
Eydís Helga Gunnarsdóttir 7B, Friðrik Árni Halldórsson 7A og Gunnar Guðmundsson 7A lásu fyrir hönd Grunnskóla Seltjarnarness og náði Friðrik Árni 3. sætinu í keppninni. Halldór Kári Sigurðarson, nemandi í Flataskóla, sigraði, en í 2. sæti hafnaði Rakel Björk Björnsdóttir úr Hofsstaðaskóla. Karólína Jóhannesdóttir úr Sjálandsskóla fékk sérstaka viðurkenningu fyrir vandaðan upplestur á ljóði. Allir keppendur fengu bókagjöf sem viðurkenningu fyrir þátttökuna auk þess sem peningaverðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin.
Auk upplestrar buðu skólarnir upp á fjölbreytt skemmtiatriði. Hljómsveitin Fönk-sveinar frá Valhúsaskóla lék nokkur lög við upphaf hátíðarinnar, en kórsöngur frá Hofsstaðaskóla, píanóleikur frá Sjálandsskóla og dansatriði frá Flataskóla voru á milli þess sem lesið var. Öll umgjörð keppninnar var hin glæsilegasta og öllum sem komu að framkvæmd hennar til sóma