Á tuttugu og fimm ára vígsluafmæli Seltjarnarneskirkju, sem haldið var hátíðlegt sunnudaginn 9. febrúar, færði Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnaness barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar skjávarpa og iPad
Á tuttugu og fimm ára vígsluafmæli Seltjarnarneskirkju, sem haldið var hátíðlegt sunnudaginn 9. febrúar, færði Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnaness barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar skjávarpa og iPad sem Pálína Magnúsdóttir æskulýðsfulltrú kirkjunnar veitti viðtöku.
Tækjabúnaður æskulýðsstarfsins var úr sér genginn og því mikil ánægja meðal starfsmanna og barnanna að fá úr því bætt. Í Seltjarnarneskirkju er boðið upp á fjölbreytt starf fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri Þannig er kirkjan vettvangur fyrir spennandi valkost í tómstundastarfi á Seltjarnarnesi þar sem sérstök áhersla er lögð á að skapa grundvöll fyrir þroskandi og heillavænlegt samfélag.
Sunnudagaskóli fyrir börn á aldrinum 1 - 8 er starfræktur á sunnudagsmorgnum kl. 11. Starf fyrir 6 - 12 ára börn fer þar fram á þriðjudögum kl.16:00-17:00. Æskulýðsstarf kirkjunnar fer svo fram annað hvert sunnudagskvöld frá kl. 20:00-21:30.