Fara í efni

Garðyrkjufélagið færir Seltjarnarnesbæ að gjöf klónað eintak af elsta innflutta garðatré landsins

Í dag gróðursettu Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar og Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélags Íslands í Bakkavarargarði á Seltjarnarnesi vefjaræktað eintak af silfurreyninum í Fógetagarðinum við Aðalstræti. Það tré er talið elsta innflutta tré landsins sem enn lifir og markar tímamót í sögu garðræktar á Íslandi.

Í dag gróðursettu Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar og Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélags Íslands í Bakkavarargarði á Seltjarnarnesi vefjaræktað eintak af silfurreyninum í Fógetagarðinum við Aðalstræti. Það tré er talið elsta innflutta tré landsins sem enn lifir og markar tímamót í sögu garðræktar á Íslandi.

Garðyrkjufélag Íslands færir Seltjarnarnesbæ þetta eintak af silfurreyninum að gjöf í tilefni af 125 ára afmæli félagsins og þess samstarfs sem tókst við Seltjarnarnesbæ og fleiri aðila um gerð Urtagarðsins í Nesi á afmælisárinu. Tré þetta var upprunalega gróðursett árið 1884 af Hans Georg Schierbeck, þáverandi landlækni, sem hafði forgöngu um stofnun Garðyrkjufélagsins (Hins íslenska garðyrkjufélags) árið 1885. Stjórn Garðyrkjufélagsins telur viðeigandi í ljósi sögu upphafs landlæknisembættisins í Nesstofu og áhrifa þess embættis á garðyrkjusöguna í landinu að Seltjarnarnes eigi eintak af þessu tré. Þess má geta að landlæknisembættið er í dag til húsa á Seltjarnarnesi og saga þess því enn samofið Nesinu.

Þuríði Yngvadóttur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur tókst fyrir um tólf árum að fjölga silfurreyninum við Aðalstræti með vefjaræktun og tryggja þannig tilvist nákvæmlega sama erfðaefnis í nýjum einstaklingum. Plönturnar voru síðan framræktaðar af Ólafi S. Njálssyni í Garðplöntustöðinni Nátthaga. Eintakið sem gróðursett var í dag er yfir 3 m á hæð og er lifandi minnismerki um það starf sem hófst um það leyti sem Garðyrkjufélagið var stofnað. Garðyrkjufélag Íslands hefur hug á að færa fleiri sveitarfélögum á landinu samskonar minnisvarða . Garðyrkjufélagið vill með þessu vekja athygli á mikilvægi ræktunar og garðamenningar í uppbygginu landsins og eflingu umhverfisvitundar meðal þjóðarinnar.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?