Fara í efni

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Seltjarnarness

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Guðmundur Magnússon forseti bæjarstjórnar.

Ný bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar  kom saman til fyrsta fundar í dag miðvikudaginn 16. júní.

Í nýafstöðnum kosningum hlaut Sjálfstæðisfélag Seltjarnarness hreinan meirihluta eða 1.319 atkvæði og fimm menn kjörna. N-listi Neslistans fékk 355 atkvæði og 1 mann kjörinn. S-listi Samfylkingar fékk 445 greidd atkvæði og 1 mann kjörinn en B-listi Framsóknar og óháðra fékk 148 greidd atkvæði og engan mann kjörinn.

Á fundinum var samþykkt að Ásgerður Halldórsdóttir verði bæjarstjóri en hún hefur gegnt því embætti síðan í júlí 2009. Forseti bæjarstjórnar verður Guðmundur Magnússon og varaforseti Sigrún Edda Jónsdóttir.  Nýr meirihluti hefur ákveðið að árlega muni bæjarfulltrúar skipta með sér verkum þannig að nýr forseti verður skipaður að ári.

Á fundinum var einnig skipað í ráð og nefndir til næstu fjögurra ára og má lesa fundargerðina hér.

Helstu verkefni nýrrar bæjarstjórnar á næsta kjörtímabili verður m.a. að takast á við minnkandi skatttekjur bæjarins og íbúa fækkun.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?