Fara í efni

Fyrsti fundur bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar var haldinn miðvikudaginn 18. júní klukkan tólf.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, setti fundinn sem starfsaldursforseti og stýrði fundi þar til
Guðmundur Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins var kjörinn forseti bæjarstjórnar.
Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar var haldinn miðvikudaginn 18. júní klukkan tólf.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, setti fundinn sem starfsaldursforseti og stýrði fundi þar til
Guðmundur Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins var kjörinn forseti bæjarstjórnar.

Kosið var í allar nefndir og ráð .

Tímamót urðu í því góða samstarfi sem ríkt hefur á liðnu kjörtímabili milli minni- og meirihluta þegar þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Neslistinn kusu saman í nefndir bæjarins.
Var eftirfarandi bókað á bæjarstjórnarfundi við það tækifæri.

„Neslisti og Sjálfstæðisflokkur hafa náð samkomulagi um að leggja fram sameiginlega tillögu um skipan allra fimm manna nefnda bæjarins. Tillagan gerir ráð fyrir þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokks og einum fulltrúa Neslista í hverja nefnd. Umræddar nefndir eru: Skipulags- og umferðarnefnd, skólanefnd, íþrótta- og tómstundaráð, fjölskyldunefnd, umhverfisnefnd, menningarnefnd og stjórn veitustofnana. Samkomulagið er án skuldbindinga og kvaða af beggja hálfu.“
Árni Einarsson (sign) Ásgerður Halldórsdóttir (sign)

„Meirihlutinn vill leggja áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð, gagnsæi og samráði við íbúa og telur því mikilvægt að Neslistinn eigi aðalfulltrúa í ofangreindum nefndum : Skipulags- og umferðarnefnd, skólanefnd, íþrótta- og tómstundaráð, fjölskyldunefnd, umhverfisnefnd, menningarnefnd og stjórn veitustofnana og fagnar því að Sjálfstæðisflokkurinn og Neslistinn kjósi saman í nefndir bæjarins.“
Ásgerður halldórsdóttir (sign), Guðmundur Magnússon (sign) Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)  

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?