Fara í efni

Fyrsti bæjarstjórnarfundur nýkjörinnar bæjarstjórnar 2022-2026

Miðvikudaginn 8. júní kom ný bæjarstjórn saman til fundar í fyrsta sinn eftir kosningar. Á fundinum var m.a. kosið í embætti forseta bæjarstjórnar, skipað í allar nefndir og ráð sem og nýr bæjarstjóri kjörinn.
Miðvikudaginn 8. júní kom ný bæjarstjórn saman til fundar í fyrsta sinn eftir kosningar. Á fundinum var m.a. kosið í embætti forseta bæjarstjórnar, skipað í allar nefndir og ráð sem og nýr bæjarstjóri kjörinn.

Bjarni Torfi Álfþórsson setti fundinn sem aldursforseti með lengsta setu í bæjarstjórn og bauð bæjarfulltrúa velkomna til fyrsta fundar nýkjörinnar bæjarstjórnar fyrir kjörtímabilið 2022-2026 og óskaði nýjum aðilum til hamingju með kjörið og færði fyrrum bæjarfulltrúum þakkir fyrir þeirra störf í þágu samfélagsins.

Ragnhildur Jónsdóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar og tók við fundarstjórn að því loknu.

Sjá má skipan allra fulltrúa í nefndir og ráð bæjarins í fundargerð þessa 947. fundar bæjarstjórnar.

Þór Sigurgeirsson oddviti Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi var svo kjörinn nýr bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar fyrir kjörtímabilið 2022 - 2026.

Nýrri bæjarstjórn og öllum fulltrúum í nefndum og ráðum bæjarins er óskað velfarnaðar í störfum sínum fyrir Seltjarnanesbæ og fyrir bæjarbúa alla.

Það eru að sjálfsögðu mikil tímamót þegar að ný bæjarstjórn kemur saman og var við hæfi að taka mynd af þeim fulltrúum sem sátu þennan fyrsta fund á nýju kjörtímabili. Magnús Örn Guðmundsson og Guðmundur Ari Sigurjónsson voru fjarverandi en Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir og Karen María Jónsdóttir sátu fundinn í þeirra stað.



Fv. Ragnhildur Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri, Bjarni Torfi Álfþórsson, Svana Helen Björnsdóttir, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Karen María Jónsdóttir.





Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?