Fara í efni

Fundað um málefni eldri borgara á Seltjarnarnesi

Í vikunni mætti stjórn félags eldri borgara á Seltjarnarnesi á fræðslufund með bæjarstjóra og þess starfsfólks fjölskyldusvið sem sinna málefnum eldri borgara í bæjarfélaginu.
Í vikunni mætti stjórn félags eldri borgara á Seltjarnarnesi á fræðslufund með bæjarstjóra og þess starfsfólks fjölskyldusvið sem sinna málefnum eldri borgara í bæjarfélaginu. Á fundinum var farið yfir stöðu mála eldri borgara og þá þjónustu sem bærinn veiti þeim hópi. Rætt var um fjölmörg mál sem hugleikin eru eldri bæjarbúum og hverjar áætlanir eru til framtíðar. Kristbjörg Ólafsdóttir formaður félagsins lagði áherslu á að efla samstarfið og tók bæjarstjóri heilshugar undir það.

Fyrir miðju myndarinnar situr Kristbjörg Ólafsdóttir formaður Félags eldri borgara á Seltjarnarnesi ásamt stjórnarfólki, formanni Öldrunarráðs, ásamt svæðisstjóra og fagstjóra hjúkrunar Emilíu P. Jóhannsdóttur og bæjarfulltrúa sem boðnir voru velkomnir á fundinn.



Fremstur á myndinni er Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Kristín Hannesdóttir forstöðumaður félagsstarfs eldri bæjarbúa, Anna Kristín Guðmundsdóttir öldrunarfulltrúi og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?