Fara í efni

Fulltrúar Neslista og Samfylkingar fá áheyrnafulltrúa í nefndir

Meirihluti Sjálfstæðismanna samþykkti, á 719. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness sem haldinn var í gær miðvikudaginn 18. ágúst 2010, tillögu fulltrúa Neslista og Samfylkingar til reynslu, til 30. júní 2011, um að Neslistinn og Samfylking eigi þess kost að skipa áheyrnafulltrúa  í  þær nefndir  sem framboðin  eiga ekki aðalfulltrúa.  

Meirihluti Sjálfstæðismanna samþykkti,  á 719. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness sem haldinn var í gær miðvikudaginn 18. ágúst 2010, tillögu fulltrúa Neslista og Samfylkingar til reynslu, til 30. júní 2011, um að Neslistinn og Samfylking eigi þess kost að skipa áheyrnafulltrúa  í  þær nefndir  sem framboðin  eiga ekki aðalfulltrúa.  

Neðangreindir fulltrúar Neslista og Samfylkingar koma til með að sitja nefndarfundi sem áheyrnafulltrúar í tilgreindum nefndum og fá öll gögn er fundina varða:

  • Félagsmálaráð: Halldóra Jóhannesdóttir Sanko.
  • Fjárhags- og launanefnd: Árni Einarsson.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd: Stefán Bergmann.
  • Skólanefnd: Hildigunnur Gunnarsdóttir.
  • Stjórn Veitustofnana: Jens Andrésson.

Nánari upplýsingar veitir Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri í síma 5959 100


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?