Fara í efni

Fuglaskoðunarhús í farveginum

Eins og glöggir Nesbúar hafa tekið eftir er búið að steypa lítinn sökkul austan megin við Bakkatjörn. Er þar kominn grunnur að fuglaskoðunarhúsi sem umhverfisnefnd Seltjarnarness hefur fengið samþykki fyrir að reisa
Grunnur að fuglaskoðunarhúsi

Eins og glöggir Nesbúar hafa tekið eftir er búið að steypa lítinn sökkul austan megin við Bakkatjörn. Er þar kominn grunnur að fuglaskoðunarhúsi sem umhverfisnefnd Seltjarnarness hefur fengið samþykki fyrir að reisa, en mikill áhugi hefur verið fyrir því að koma slíku skýli upp. 


Húsið er teiknað af Ragnhildi Skarphéðinsdóttur arkitekt sem miðaði að því að það félli sem best að umhverfinu. Húsið mun rúma 3-4 einstaklinga í senn og er með óglerjuðum opum. 

Teikning af fuglaskoðunarhúsiTilgangurinn með fuglaskoðunarhúsinu er að veita áhugafólki um fuglaskoðun næði til að virða fyrir sér fuglinn án þess að hann verði fyrir áreiti. Stefnt er að því að húsið rísi fyrir áramót.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?