Fara í efni

Frímerki og umslög til góðgerðarmála

Seltjarnarnesbær gengst nú fyrir söfnun á notuðum frímerkjum og umslögum og vill með því leggja sitt af mörkum til að styðja við fjársöfnun Sambands íslenskra kristniboðsfélaga
FrímerkiSeltjarnarnesbær gengst nú fyrir söfnun á notuðum frímerkjum og umslögum og vill með því leggja sitt af mörkum til að styðja við fjársöfnun Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. 

Sambandið stendur fyrir sölu á þessum varningi og nýtast fjármunirnir meðal annars til að styðja börn í Afríku til náms. Á síðasta ári safnaði það 3.4 milljónum króna með sölunni. 

Auk þess að safna frímerkjum og umslögum á stofnunum bæjarins geta þeir, sem vilja leggja málstaðnum lið, skilað inn frímerkjum og umslögum í Bókasafn Seltjarnarness, sem kemur því til réttra aðila.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?