Fara í efni

Framkvæmdum við nýja skólpdælistöð á Norðurströnd miðar vel áfram 

Dæluhúsið verður neðanjarðar en grafa þarf 6 metra niður í heildina, fleyga þurfti klöpp til að ná alla leið og styttist nú í að húsið komi á staðinn.
Dæluhúsið verður neðanjarðar en grafa þarf 6 metra niður í heildina, fleyga þurfti klöpp til að ná alla leið og styttist nú í að húsið komi á staðinn og lokafrágangur hefjist. Myndirnar sýna vel umfang framkvæmdanna.

Veituframkvæmdir

Veituframkvæmdir

Eins og áður hefur verið kynnt standa yfir umfangsmiklar framkvæmdir og endurbætur á fráveitu Seltjarnarnesbæjar. Endurbæturnar hafa staðið yfir í nokkur ár og er gert ráð fyrir því að þeim muni ljúka um áramótin. 

Frá því í vor hefur verið unnið við lagningu nýrrar þrýstilagnar frá dælubrunninum meðfram Norðurströndinni og mun hún ná alla leið að dælustöð Veitna við Seylugranda. Akkúrat þessa dagana er unnið að endurnýjun dælustöðvarinnar fyrir fráveitu við Norðurströnd / Lindarbraut en dælustöðin mun sjá um að skila skólpinu til hreinsistöðvanna við Ánanaust. 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?