Fara í efni

Framkvæmdir við Nesveg hefjast mánudaginn 25. apríl

Gatan verður fræst í þremur áföngum dagana 25., 26. og 27. apríl og malbikuð 4. og 5. maí. Hverjum hluta götunnar verður lokað á meðan en settar verða upp hjáleiðir og skýrar merkingar.
Nú eru að hefjast mikilar framkvæmdir við endurnýjun malbiks á Nesveginum. Heildarverkið nær frá Vegamótum og fram yfir gatnamótin Nesvegur/Suðurströnd. Verkefnið mun kalla á töluverða tímabundna röskun umferðar en því verður haldið í lágmarki eins og hægt er. Fræsing götunnar verður unnin í þremur áföngum og malbikun í tveimur. Settar verða upp hjáleiðir og skýrar merkingar á verkstað þar sem loka þarf götum hverju sinni. Hér má sjá helstu upplýsingar um framkvæmdasvæðið og lokanir hvers dags.

Ökumenn og aðrir vegfarendur eru hvattir til að fara varlega í kringum framkvæmdasvæðið og á þeim hjáleiðum sem settar verða upp á verkstað sem og að virða allar tímabundnar takmarkanir.

Verkhluti 1 - Fræsing:


Mánudagurinn 25. apríl - Fræsing Nesvegar á milli Vegamóta og Skerjabrautar

ATH! Umferð frá Tjarnarmýri, Eiðsmýri og Kolbeinsmýri kemst um Suðurmýri fram hjá lokunum.



Verkhluti 2 - Fræsing:


Þriðjudagur 26. apríl - Fræsing á Nesvegi á milli Skerjabrautar og Eiðistorgs

ATH Umferð frá  Skerjabraut verður hleypt fram hjá lokunum eins mikið og hægt er, ekki er gert ráð fyrir að hverfið lokist alveg nema í stutta stund rétt á meðan fræst er fram hjá gatnamótum, eftir það verður lokun færð ofan við gatnamótin.



Verkhluti 3 - Fræsing:


Miðvikudagur 27. apríl - Fræsing Nesvegar yfir gatnamótin frá Eiðistorgi og að Hrólfskálamel

ATH! Gatnamót Suðurströnd / Nesvegur verða lokuð




Verkhluti 4 - Malbikun:


Miðvikudagur 4. maí -  Malbikun Nesvegar frá Hrólfskálamel að Skerjabraut


ATH Umferð frá  Skerjabraut verður hleypt fram hjá lokun eins mikið og hægt er, ekki er gert ráð fyrir að hverfið lokist alveg nema í stutta stund rétt á meðan malbikað er fram hjá gatnamótum, eftir það verður léttri umferð stýrt yfir gatnamótin og þyngri bílum aðstoðað framhjá. (byrja með lokun innan við gatnamót)

 



Verkhluti 5 - Malbikun:


Fimmtudagur 5. maí - Malbikun Nesvegar frá Skerjabraut að Vegamótum


ATH! Umferð frá Tjarnarmýri, Eiðsmýri og Kolbeinsmýri kemst um Suðurmýri fram hjá lokunum.

 







Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?