Fara í efni

Framkvæmdir Veitna á háspennustreng við Lindarbraut og Nesbala

Lagfæringar á háspennustreng sem liggur um göngustíg frá dælustöðinni við Lindarbraut að Nesbala hefjast á fimmtudag, verktími er 2-3 vikur. Settar hafa verið upp hjáleiðir og eru vegfarendur hvattir til að fara varlega.
Veitur munu í vikunni hefja framkvæmdir við Lindarbraut 13 (dælustöðin) og Nesbala 23 en háspennustrengur bilaði á þeim stað fyrir skömmu sem nauðsynlegt er að gera við en hann er óstarfhæfur. Áætlaður verktími er 2-3 vikur.

Undanfarnar vikur lagnirnar verið skoðaðar og í ljós komið að nauðsynlegt reynist að loka alveg göngustígnum á meðan á framkvæmdum stendur. Viðeigandi merkingar sem kynna hjáleiðir gangandi og akandi vegfarenda hafa verið settar upp á svæðinu.

Gera má ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og öðru raski á meðan á þessu stendur og eru vegfarendur hvattir til að fara varlega sem og að upplýsa yngri kynslóðina sem á mögulega leið þarna framhjá.

Það er hugsanlegt að loka þurfi fyrir rafmagn tímabundið á verktímanum og verður upplýst um slíkt með góðum fyrirvara.

Veitur og Seltjarnarnesbær þakka þolinmæðina


   




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?