Þessa dagana stendur yfir hitaveituframkvæmdir á Lindarbarut en verið er að leggja nýja leiðslu milli Lindarbrautar 13 og Suðurstrandar. Einnig er verið að leggja nýja heitavantsleiðslu milli Nesvegar og Suðurstrandar móts við íþróttavöll.
Hitaveituframkvæmd við Lindarbraut
Þessa dagana stendur yfir hitaveituframkvæmd á Lindarbraut. Verið er að leggja nýja leiðslu milli Lindarbrautar 13 (dæluhús) og Suðurstrandar. Tilgangur framkvæmdarinnar er m.a. ná meiri þrýsting á heitavatnið í mýrarhverfið. Áætlað er að framkvæmdinni ljúki um mánaðarmótin september/október. Verktaki er Áhaldahús Seltjarnarness.
Veituframkvæmdir við Suðurströnd/Nesveg
Þessa dagana standa yfir veituframkvæmdir á Suðurströnd/Nesveg. Verið er að leggja nýja heitavatnsleiðslu milli Nesvegar og Suðurstrandar móts við íþróttavöll. Tilgangur framkvæmdarinnar er m.a. ná meiri þrýsting á heitavatnið í mýrarhverfið. Á sama tíma er framlengd þrýstilögn fyrir klóak frá Suðurströnd móts við íþróttavöll í brunn við Leikskólann Mánabrekku. Áætlað er að framkvæmdinni ljúki um mánaðarmótin september/október. Verktaki er Loftorka ehf.
Hrólfskálamelur
Vegna framkvæmda við Suðurströnd/Nesveg verður Hrólfskálamelur notaður sem lager fyrir sand, lagnir og önnur tæki verktaka sem hann notar við framkvæmdina. Áætlað er að svæðið verði komið í fyrra horf um mánaðarmótin september/október.